Draumur að hitta Slash Freyr Bjarnason skrifar 9. desember 2014 00:01 Davíð Máni Jóhannesson ásamt goðinu sínu Slash eftir tónleikana í Laugardalshöll. Slash heldur á Guns N´Roses merkinu. Mynd/Jóhannes Bjarki Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira