Komdu í veg fyrir kvefið Rikka skrifar 12. desember 2014 11:00 visir/getty Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Heilsa Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Heilsa Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira