Lífið

Fá jólaandann beint í æð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðný Hrefna Sverrisdóttir raðar upp vörum fyrir markaðinn en hún rekur vefverslunina Minimal decor.
Guðný Hrefna Sverrisdóttir raðar upp vörum fyrir markaðinn en hún rekur vefverslunina Minimal decor. vísir/vilhelm
Markaður hönnuða og vefverslana verður haldinn í dag á Kexi hosteli. Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, eigandi vefverslunar, segir nauðsynlegt að komast í samband við viðskiptavininn.

„Ég og Guðný Hrefna Sverrisdóttir erum eigendur vefverslana og ákváðum að fara af stað með markað fyrir jólin. Svo fór boltinn að rúlla og tengslanetið styrktist. Núna erum við orðin þrettán.“

Sigríður segir vefverslanir vera faldar að því leyti að þær starfa á netinu og allt er afgreitt í gegnum tölvuna. „Maður fær jólaandann í æð með því að hitta viðskiptavininn sem er að skoða vöruna manns. Í raun er tölvan búðin þín allt árið um kring þannig að þetta verður mikil hátíð – að hitta viðskiptavininn. Svo er ekkert jafn jólalegt og að starfa bak við búðarborðið í jólaösinni.“

Sigríður byrjaði með verslun sína, kolka.is, fyrir ári og þá voru ekki margar vefverslanir sem buðu upp á lífsstílsvörur. Á þessu ári hafa aftur á móti sprottið upp vefverslanir og einyrkjarnir í hönnun eru gríðarlega margir. „Fólk hefur líka aukinn áhuga á að sækja markaði og styrkja íslenska hönnun. Við erum svolítið litlu kaupmennirnir á horninu og það er náttúrulega ekkert eins fallegt og íslensk hönnun.“

Markaðurinn verður haldinn í dag frá klukkan tíu til fimm á Kexi hosteli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.