Jólastormur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2014 08:00 Jólin koma þrátt fyrir að ryðgað og líklega ónýtt gasgrill sé nú farið að sóma sér vel í einu horninu í stofunni því ég nenni ekki að burðast með það inn og út á svalir eftir duttlungum veðursins. Með þessu áframhaldi verður það skreytt með jólaseríum og gullenglum og ég þarf ekki að höggva jólatré. Jólin koma þrátt fyrir að bókaskattur hækki enda fýkur landinn inn í sólarhringsverslanir á nóttinni og kaupir jólabækurnar án þess að hugsa of mikið um að Arnaldur muni kosta sjö þúsund kall næstu jól. Það mun mögulega kalla á fimm þúsund króna jólagjafaviðmiðunarkrísu. Sú krísa gæti komið af stað alls kyns uppþotum, fjölskyldufundum, vinslitum jafnvel. Kannski mun áskrift að RÚV taka við sem jólagjöf landans. Jólin koma þrátt fyrir að ég baki ekki sjö smákökusortir enda ekki nokkur leið að komast í búðir um helgar að kaupa hráefni þar sem mér hefur verið sagt helgi eftir helgi að vera ekki að þvælast úti og halda mig heima. Það sama gildir um Kringluna. Og blómabúðir sem selja greni í aðventukransa. Jólin koma þrátt fyrir að ég lesi ekki gaumgæfilega tugi tölvupósta sem koma frá öllum skólastigum um metnaðarfulla jóladagskrá og skemmtanir í desember. Ég gef kennurum „high five“ í huganum og skelli minnismiða á ísskápinn til að muna eftir kertum, smákökum og sparifötum þegar það á við svo ekki skapist hörmungarástand tíu mínútur yfir átta á morgnana. Kirkjuferð hefur ekki komist á ísskápinn enda hef ég ekki hugmynd um hvort eða hvenær börnin mín fara í slíka ferð og hef nákvæmlega enga skoðun á málinu. Ég hef heldur enga sérstaka skoðun á jólaföndri þar sem englar og jesúbarn eru klippt út úr kartoni eða á jólasveinum sem mæta á jólaball leikskólans. Ég velti því aftur á móti reglulega fyrir mér yfir vinnudaginn hvort börnin hafi gleymt vettlingum heima og séu með bláa putta í fimbulkulda. Er eiginlega hugsjúk varðandi það mál. Svo fellur bara allt í dúnalogn klukkan sex á aðfangadag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Jólafréttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Jólin koma þrátt fyrir að ryðgað og líklega ónýtt gasgrill sé nú farið að sóma sér vel í einu horninu í stofunni því ég nenni ekki að burðast með það inn og út á svalir eftir duttlungum veðursins. Með þessu áframhaldi verður það skreytt með jólaseríum og gullenglum og ég þarf ekki að höggva jólatré. Jólin koma þrátt fyrir að bókaskattur hækki enda fýkur landinn inn í sólarhringsverslanir á nóttinni og kaupir jólabækurnar án þess að hugsa of mikið um að Arnaldur muni kosta sjö þúsund kall næstu jól. Það mun mögulega kalla á fimm þúsund króna jólagjafaviðmiðunarkrísu. Sú krísa gæti komið af stað alls kyns uppþotum, fjölskyldufundum, vinslitum jafnvel. Kannski mun áskrift að RÚV taka við sem jólagjöf landans. Jólin koma þrátt fyrir að ég baki ekki sjö smákökusortir enda ekki nokkur leið að komast í búðir um helgar að kaupa hráefni þar sem mér hefur verið sagt helgi eftir helgi að vera ekki að þvælast úti og halda mig heima. Það sama gildir um Kringluna. Og blómabúðir sem selja greni í aðventukransa. Jólin koma þrátt fyrir að ég lesi ekki gaumgæfilega tugi tölvupósta sem koma frá öllum skólastigum um metnaðarfulla jóladagskrá og skemmtanir í desember. Ég gef kennurum „high five“ í huganum og skelli minnismiða á ísskápinn til að muna eftir kertum, smákökum og sparifötum þegar það á við svo ekki skapist hörmungarástand tíu mínútur yfir átta á morgnana. Kirkjuferð hefur ekki komist á ísskápinn enda hef ég ekki hugmynd um hvort eða hvenær börnin mín fara í slíka ferð og hef nákvæmlega enga skoðun á málinu. Ég hef heldur enga sérstaka skoðun á jólaföndri þar sem englar og jesúbarn eru klippt út úr kartoni eða á jólasveinum sem mæta á jólaball leikskólans. Ég velti því aftur á móti reglulega fyrir mér yfir vinnudaginn hvort börnin hafi gleymt vettlingum heima og séu með bláa putta í fimbulkulda. Er eiginlega hugsjúk varðandi það mál. Svo fellur bara allt í dúnalogn klukkan sex á aðfangadag.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun