Anna María sá strax þjálfarataktana hjá Jenny fyrir 17 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Jenny Boucek með liðsfélögum sínum í Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavíkur vorið 1998. . Vísir/Brynjar Gauti Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira