Fall rúblunnar stöðvar sölu fyrir milljarða til Rússlands Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nærri helmingur alls makríls er seldur til Rússlands. Vísir/óskar Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Útlit er fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar frá landinu. „Það er alveg ljóst að fallið á rúblunni núna mun endanlega stöðva útflutning til Rússlands. Við sendum tiltölulega lítið þangað í nóvember og desember og þá einungis á fyrirtæki sem við treystum mjög vel,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood. „Við munum ekki flytja neitt meira út fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum janúar. Við eigum tiltölulega lítið útistandandi þarna en svo er spurning hvað gerist eftir þennan svarta þriðjudag í Rússlandi,“ segir Teitur og vísar í fréttir síðustu daga af neyðaraðgerðum rússneskra yfirvalda vegna áframhaldandi falls rúblunnar.Teitur GylfasonÍslenskir fiskútflytjendur selja mikið af uppsjávarfiski, eins og síld, makríl og loðnu, til rússneskra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa 16 milljarða króna á síðasta ári. Það ár var flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en nokkurs annars lands. Gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um rúm 50 prósent á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Við höfum reynt að senda ekki mikið upp á síðkastið því það eru kúnnar þarna sem skulda okkur og það er erfitt að fá borgað á meðan ástandið er svona. Við verðum að hinkra og sjá og erum ekkert að fara að skipa neitt út eins og þetta er núna. Við ætlum að reyna að sjá hvað skeður,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks HB Granda. Teitur bendir einnig á að loðnuvertíðin sé fram undan en um 50 prósent af frystri loðnu fara á Rússlandsmarkað. „Það er ljóst að Rússar eru að horfast í augu við mikla erfiðleika en við höfum nú farið í gegnum svona hrun með þessum þjóðum í Austur-Evrópu áður og alltaf komist út úr því. En það er ljóst að menn þurfa að sýna þolinmæði,“ segir Teitur.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira