Jólakrásir undir berum himni 19. desember 2014 10:00 Krás er hugarfóstur tveggja aðila, Ólafs Arnar Ólafssonar og Gerðar Jónsdóttur. MYND/ERNIR Götumatarmarkaðurinn Krás sló heldur betur í gegn í sumar en hann var settur upp í Fógetagarðinum í miðborg Reykjavíkur fimm laugardaga í röð í júlí og ágúst. Næstu tvo daga verður markaðurinn endurvakinn undir heitinu Jólakrás og þar verður sem fyrr boðið upp á ljúffengan götumat en nú með jólasniði. Krás er hugarfóstur tveggja aðila, Gerðar Jónsdóttur og Ólafs Arnar Ólafssonar. Þau þekktust ekki neitt áður en fengu hugmyndina á svipuðum tíma fyrr á árinu; að halda götumatarmarkað undir berum himni í Reykjavík. Gerður segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum í sumar. „Við áttum ekki von á þessum gríðarlega jákvæðu viðbrögðum. Það var augljóst að hugmyndin lá í loftinu í vor og greinilega var stemning fyrir svona markaði hér þar sem bæði ég og Óli fengum þessa hugmynd á sama tíma. Fjöldinn sem mætti var þó margfalt meiri en við áttum von á. Það var gaman að sjá ný andlit hverja helgi en einnig gaman að sjá að margir urðu fastakúnnar og mættu allar fimm helgarnar með bros á vör. Svo voru aðstandendur veitingastaðanna himinlifandi og sérstaklega ánægðir með að geta afgreitt matinn beint til viðskiptavinarins og það undir beru lofti. Það er vissulega tilbreyting frá því að standa í eldhúsinu allan daginn.“ Um helgina verða ellefu veitingastaðir sem taka þátt eins og áður og þar verða fjölbreyttir réttir í boði að sögn Gerðar. „Hér verða bæði veitingastaðir sem voru í sumar og nýir staðir. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda koma þar saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík.“Veitingamenn elduðu undir berum himni í sumar.MYND/ÚR EINKASAFNIÞótt veðurspáin sé góð verður reist stórt tjald yfir básana tólf. „Undir tjaldinu blása hitarar þannig að enginn ætti að láta snjó eða kulda stoppa sig í að gæða sér á ljúffengum mat. Það er því upplagt að koma við í Fógetagarðinum um helgina til að slá af sér mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.“ Hún segir að miðað við velgengnina í sumar sé ljóst að það sé stemning fyrir götumatarmörkuðum hérlendis. „Við stefnum ótrauð á að halda áfram með Krás næsta sumar. Við áttum mjög gott samstarf við Reykjavíkurborg og það er markmið okkar að bæta og auka við matarmenninguna í borginni.“ Veitingastaðir sem taka þátt á morgun eru Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, Dill Restaurant, The Coocoo‘s Nest, Meze, Matur og drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í Hörpu og Austurlandahraðlestin. Jólakrás verður opin milli kl. 14 og 19 á laugardag og sunnudag. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook undir KRÁS Götumatarmarkaður. Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól
Götumatarmarkaðurinn Krás sló heldur betur í gegn í sumar en hann var settur upp í Fógetagarðinum í miðborg Reykjavíkur fimm laugardaga í röð í júlí og ágúst. Næstu tvo daga verður markaðurinn endurvakinn undir heitinu Jólakrás og þar verður sem fyrr boðið upp á ljúffengan götumat en nú með jólasniði. Krás er hugarfóstur tveggja aðila, Gerðar Jónsdóttur og Ólafs Arnar Ólafssonar. Þau þekktust ekki neitt áður en fengu hugmyndina á svipuðum tíma fyrr á árinu; að halda götumatarmarkað undir berum himni í Reykjavík. Gerður segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum í sumar. „Við áttum ekki von á þessum gríðarlega jákvæðu viðbrögðum. Það var augljóst að hugmyndin lá í loftinu í vor og greinilega var stemning fyrir svona markaði hér þar sem bæði ég og Óli fengum þessa hugmynd á sama tíma. Fjöldinn sem mætti var þó margfalt meiri en við áttum von á. Það var gaman að sjá ný andlit hverja helgi en einnig gaman að sjá að margir urðu fastakúnnar og mættu allar fimm helgarnar með bros á vör. Svo voru aðstandendur veitingastaðanna himinlifandi og sérstaklega ánægðir með að geta afgreitt matinn beint til viðskiptavinarins og það undir beru lofti. Það er vissulega tilbreyting frá því að standa í eldhúsinu allan daginn.“ Um helgina verða ellefu veitingastaðir sem taka þátt eins og áður og þar verða fjölbreyttir réttir í boði að sögn Gerðar. „Hér verða bæði veitingastaðir sem voru í sumar og nýir staðir. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda koma þar saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík.“Veitingamenn elduðu undir berum himni í sumar.MYND/ÚR EINKASAFNIÞótt veðurspáin sé góð verður reist stórt tjald yfir básana tólf. „Undir tjaldinu blása hitarar þannig að enginn ætti að láta snjó eða kulda stoppa sig í að gæða sér á ljúffengum mat. Það er því upplagt að koma við í Fógetagarðinum um helgina til að slá af sér mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.“ Hún segir að miðað við velgengnina í sumar sé ljóst að það sé stemning fyrir götumatarmörkuðum hérlendis. „Við stefnum ótrauð á að halda áfram með Krás næsta sumar. Við áttum mjög gott samstarf við Reykjavíkurborg og það er markmið okkar að bæta og auka við matarmenninguna í borginni.“ Veitingastaðir sem taka þátt á morgun eru Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, Dill Restaurant, The Coocoo‘s Nest, Meze, Matur og drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í Hörpu og Austurlandahraðlestin. Jólakrás verður opin milli kl. 14 og 19 á laugardag og sunnudag. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook undir KRÁS Götumatarmarkaður.
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól