Kynlífstengdar jólagjafir Sigga Dögg skrifar 20. desember 2014 11:00 Ég fór í smá sjálfskoðun með jólagjafir fyrir ári. Niðurstaðan varð sú að ég er mikið fyrir að föndra persónulegar gjafir og oftar en ekki eru þær á einhvern hátt kynlífstengdar. Ekkert sóðalegt, bara fallegt. Þá er kannski rétt að taka fram að mér finnst svo mikilvægt að tengjast. Ég reyni að gera það með gjöfunum á einn eða annan hátt. Skapa sameiginlegar minningar sem ylja mér og þér hina 364 dagana. Ástæða þessarar innri gjafaskoðunar var sú að ég finn að um leið og jólin nálgast þá klæjar mig í fingurna að fara að föndra. Nú hugsar þú kannski „teipar hún saman gulrætur og smellir í smokk“? Þegar ég segi föndra þá meina ég frekar að klippa og líma saman ljósmyndir og gera svo svaðalegan „I-O-U“ miða (I owe you eða ég skulda þér), svona inneignarmiða. Þá fær ímyndunaraflið virkilega að leika lausum hala. Þá kemur það sér vel að eiga indverska útgáfu af Kama Sutra, svo ekki sé meira sagt. Stundum er ég líka dúlluleg. Þá geri ég svona skrifaða diska. Það er kannski ekkert sérlega fallegt gagnvart listamönnunum, ég sé það núna, enda er ekki einu sinni geisladrif á nýjustu tölvunum svo það er kannski svolítið úrelt. Einu sinni heyrði ég sögu af konu sem fór með föndrið sitt handa makanum á næsta stig og klippti og límdi kynfærahár á svæsið jólakort. Ég fékk stjörnur í augun og daman fékk endalaust af rokkstigum. Mér fannst þetta svo sniðugt! En svona í alvörunni samt, hvernig myndi bólfélaginn taka því að fá hjartalaga kynfærakrullur með glimmerlími og jólalímmiðum inn um lúguna til sín? Þetta er kannski ekki heimsins besta hugmynd. Ég fæ gjarnan svona gjafahugmyndir sem aðrir myndu kannski flokka sem „skrýtið“. Eins og krukka full af smokkum með sleipiefni í miðjunni. Eða gjafabréf í gufu þar sem maður má vera nakinn. Eða gömul kynlífsbók frá Kolaportinu þar sem ég hef merkt við ákveðnar blaðsíður og skrifað inn skilaboð á spássíurnar. Eða fínan kaffipoka, súkkulaðimola og tvo bolla með þeim skilyrðum að við njótum þessa saman og eigum kósístund. Hugmyndirnar eru alls konar. Sumar framkvæmi ég og aðrar ekki. Svona þegar ég pæli í því þá græði ég stundum, eiginlega næstum alltaf, á gjöfunum sem ég gef. Þetta takmarka ég ekki við makann því vinkonur mínar fá gjarnan gjafir með skilyrðum. En á þetta ekki að vera þannig, að gefa og að þiggja? Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég fór í smá sjálfskoðun með jólagjafir fyrir ári. Niðurstaðan varð sú að ég er mikið fyrir að föndra persónulegar gjafir og oftar en ekki eru þær á einhvern hátt kynlífstengdar. Ekkert sóðalegt, bara fallegt. Þá er kannski rétt að taka fram að mér finnst svo mikilvægt að tengjast. Ég reyni að gera það með gjöfunum á einn eða annan hátt. Skapa sameiginlegar minningar sem ylja mér og þér hina 364 dagana. Ástæða þessarar innri gjafaskoðunar var sú að ég finn að um leið og jólin nálgast þá klæjar mig í fingurna að fara að föndra. Nú hugsar þú kannski „teipar hún saman gulrætur og smellir í smokk“? Þegar ég segi föndra þá meina ég frekar að klippa og líma saman ljósmyndir og gera svo svaðalegan „I-O-U“ miða (I owe you eða ég skulda þér), svona inneignarmiða. Þá fær ímyndunaraflið virkilega að leika lausum hala. Þá kemur það sér vel að eiga indverska útgáfu af Kama Sutra, svo ekki sé meira sagt. Stundum er ég líka dúlluleg. Þá geri ég svona skrifaða diska. Það er kannski ekkert sérlega fallegt gagnvart listamönnunum, ég sé það núna, enda er ekki einu sinni geisladrif á nýjustu tölvunum svo það er kannski svolítið úrelt. Einu sinni heyrði ég sögu af konu sem fór með föndrið sitt handa makanum á næsta stig og klippti og límdi kynfærahár á svæsið jólakort. Ég fékk stjörnur í augun og daman fékk endalaust af rokkstigum. Mér fannst þetta svo sniðugt! En svona í alvörunni samt, hvernig myndi bólfélaginn taka því að fá hjartalaga kynfærakrullur með glimmerlími og jólalímmiðum inn um lúguna til sín? Þetta er kannski ekki heimsins besta hugmynd. Ég fæ gjarnan svona gjafahugmyndir sem aðrir myndu kannski flokka sem „skrýtið“. Eins og krukka full af smokkum með sleipiefni í miðjunni. Eða gjafabréf í gufu þar sem maður má vera nakinn. Eða gömul kynlífsbók frá Kolaportinu þar sem ég hef merkt við ákveðnar blaðsíður og skrifað inn skilaboð á spássíurnar. Eða fínan kaffipoka, súkkulaðimola og tvo bolla með þeim skilyrðum að við njótum þessa saman og eigum kósístund. Hugmyndirnar eru alls konar. Sumar framkvæmi ég og aðrar ekki. Svona þegar ég pæli í því þá græði ég stundum, eiginlega næstum alltaf, á gjöfunum sem ég gef. Þetta takmarka ég ekki við makann því vinkonur mínar fá gjarnan gjafir með skilyrðum. En á þetta ekki að vera þannig, að gefa og að þiggja?
Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira