HK-hjartað slær enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. Vísir/Andri Marinó „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ Olís-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
„Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“
Olís-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira