GTA V: Kynslóðabilið brúað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. desember 2014 19:15 Afrek GTA V er líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. VÍSIR/ROCKSTAR GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir XBOX One og PS4 er einfaldlega flottari — betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. „Dýrin leika lausum hala í nóttinni.“ Það var svona sem bældi leigubílstjórinn Travis Bickle orðaði hugsanir sínar í kvikmyndinni Taxi Driver. Frá því að ég fékk endurgerða útgáfu af GTA V í hendurnar hef ég reglulega hugsað til Bickle og ævintýra hans. Ég spilaði upprunalegu útgáfu GTA V sem kom út á síðasta ári og seldist í yfir 30 milljónum eintaka. Leikurinn var vinsælasti leikur 2013, og það með miklum mun. Í heild sinni er GTA V fyrir nýju kynslóðina glæsilegt afrek.VÍSIR/ROCKSTAR Ef þú ert á annað borð að lesa þetta þá eru góðar líkur á að þú hafir spilað GTA V á annað hvort Xbox 360 eða PS3. Það er því óþarfi að fara ítarlega ofan í söguþráð leiksins. Í stuttu máli er GTA V hrottaleg (og sprenghlægileg) saga þriggja ólíklegra glæpamanna. Spilarinn fær að stjórna þremenningunum (nýlunda í útgáfusögu GTA-leikjanna) og leiðir þá um götur hinnar ofur-ógeðfelldu stórborgar Los Santos. Í leiknum er vart að finna augnablik þar sem ofbeldi af einhverjum toga er ekki allsráðandi. Sem fyrr er kvenhatur áberandi. Það er þó ekki sanngjarnt að rýna í GTA V út frá þeim fjölmörgu tannhjólum sem drífa sjálfan leikinn áfram. Því sem heild er leikurinn í raun eitthvað sem aldrei áður hefur sést í leikjasögunni - þetta á bæði við um tæknilega útfærslu og nálgun útgefandans Rockstar á sjálfa frásögnina. Allt það sem gerði GTA V að stórkostlegri upplifun á fyrri kynslóð leikjatölva er til staðar á þeirri nýju og í öðru veldi. Það sem fyrsta sem maður tekur eftir er augljóslega útlit leiksins. Ég spilaði leikinn á Xbox One en miðað við það sem ég hef kynnt mér er grafíkin margt svipuð á XBONE og PS4. Sjálf áferð leiksins er önnur og betri, þökk sé hærri upplausn, margfalt betri mýkingu (anti-aliasing) og tíglun í krafti öflugri tækjabúnaðar. Lýsingin er ítarlegi og veðrakerfið er dýnamískt. Uppfært útlit getur ómögulega farið framhjá spilaranum þegar hann æðir um götur Los Santos og bjartur og fallegur dagur verður skyndilega grár og votur. Krafturinn í leiknum er einfaldlega aðeins meiri. Heimurinn raunverulegri, göturnar fjölmennri. Sama á við um sveitina og fjallshlíðarnar þar sem undarlega fjölbreytt dýralíf er að finna. Fyrir utan grafíkina er fyrstu persónu sjónarhorn stóra málið. Í fyrsta skipti geta spilarar í GTA fært sig yfir í 1. persónu sjónarhorn úr 3. persónu (sem hefur hingað til virkar afar vel). Um leið verður hasarinn og dramatíkin meiri. Það sem áður var hefðbundið augnablik í GTA (að sleppa frá löggunni, skotbardaga á götum úti) verður dauðans alvara. Tilfinning bjargleysis er yfirþyrmandi þegar þyrlurnar sveima yfir. En samhliða þessu verður raunveruleg stjarna GTA V, söguheimurinn, örlítið minni. GTA hefur aldrei snúist um að færa spilarann í hlutverk söguhetjanna, þvert á móti hefur áherslan verið á að leiða fullmótaða og litríka persónu í gegnum ævintýrin. Þannig var það í upprunalegu útgáfu GTA V og þannig er það í nýju útgáfunni, sagan er óbreytt. Þannig er ómögulegt að fara fram á svipaða reynslu eða frásögn er annars vegar og Halo eða Half-Life bjóða þegar GTA V er spilaður í 1. persónu. Það er ósanngjarnt. Frekar mætti líkja fyrstu persónu GTA V við Mirror’s Edge. Með þessu nýja sjónarhorni verður GTA V frásagnarlega örlítið minni. Tæknilega eru afleiðingarnar svipaðar, sjálft sjónarhornið — það sem spilarinn sér á skjánum — verður minna. Rockstar brýtur blað í sögu leikjatölvanna með því að bjóða upp á stillingar á sjónarhorni í 1. persónu þar sem hægt að stækka sjónsviðið. Í raun kallar fjölbreytileikinn í stillingunum á heildstæða rýni út af fyrir sig. Allt aukaefni sem kom út á gömlu kynslóðina fylgir GTA V. Einnig er nýtt efni að finna (verkefni, vopn, bílar, föt og hvaðeina). Þeir sem spiluðu leikinn á Xbox 360 eða PS4 fá síðan að spila sérstaka sögu þar sem söguhetjan Michael þarf að leysa morðráðgátu a la film-noire.Að skoða þennan heim í 1. persónu færir hið mannlega í GTA V nær manni.VÍSIR/ROCKSTARRockstar fór alla leið með uppfærsluna. Það hefði verið lítið mál að mála heiminn upp á nýtt. Þess í stað var striganum hent og hafist handa á ný. Útkoman er stórkostleg og það áhugaverðasta sem ég hef séð á nýrri kynslóð leikjatölva. Síðustu dagar hjá mér hafa að mestu farið í að rúnta um miðborg Los Santos. Öðru hverju leysi ég verkefni en oftar en ekki er ég einfaldlega að fylgjast með mannlífinu. Vegfarendurnir eru eins og ég, þau bíða eftir að það stytti upp, þegar það gerist loks horfi ég með þeim á borgarljósin glitra í pollunum. Þau ræða sín á milli um ástarsorg, glötuð viðskiptatækifæri og eftirsjá. Rétt eins og í Taxi Driver er viðbjóðurinn alltumlykjandi. Hórurnar kalla á eftir mér, dólgarnir hóta og aðrir biðja mig vinsamlegast um að fara í rassgat. Að skoða þennan heim í 1. persónu færir hið mannlega í GTA V nær manni. Ég hef samúð með þessu fólki og öfugt á við fyrri GTA-leiki og Travis Bickle þá er engin þörf til að drepa neinn. Frekar ek ég heim, stoppa á rauðu ljósi öðru hverju og sef þangað til að Los Santos vaknar á ný. Í heild sinni er GTA V fyrir nýju kynslóðina glæsilegt afrek. Eitthvað sem verður líklega aldrei endurtekið.Ég er enn að hamast í GTA V Online, þeir sem vilja spila á Xbox One geta addað mér. Gamertaggið er Kjartan HR1. Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir XBOX One og PS4 er einfaldlega flottari — betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. „Dýrin leika lausum hala í nóttinni.“ Það var svona sem bældi leigubílstjórinn Travis Bickle orðaði hugsanir sínar í kvikmyndinni Taxi Driver. Frá því að ég fékk endurgerða útgáfu af GTA V í hendurnar hef ég reglulega hugsað til Bickle og ævintýra hans. Ég spilaði upprunalegu útgáfu GTA V sem kom út á síðasta ári og seldist í yfir 30 milljónum eintaka. Leikurinn var vinsælasti leikur 2013, og það með miklum mun. Í heild sinni er GTA V fyrir nýju kynslóðina glæsilegt afrek.VÍSIR/ROCKSTAR Ef þú ert á annað borð að lesa þetta þá eru góðar líkur á að þú hafir spilað GTA V á annað hvort Xbox 360 eða PS3. Það er því óþarfi að fara ítarlega ofan í söguþráð leiksins. Í stuttu máli er GTA V hrottaleg (og sprenghlægileg) saga þriggja ólíklegra glæpamanna. Spilarinn fær að stjórna þremenningunum (nýlunda í útgáfusögu GTA-leikjanna) og leiðir þá um götur hinnar ofur-ógeðfelldu stórborgar Los Santos. Í leiknum er vart að finna augnablik þar sem ofbeldi af einhverjum toga er ekki allsráðandi. Sem fyrr er kvenhatur áberandi. Það er þó ekki sanngjarnt að rýna í GTA V út frá þeim fjölmörgu tannhjólum sem drífa sjálfan leikinn áfram. Því sem heild er leikurinn í raun eitthvað sem aldrei áður hefur sést í leikjasögunni - þetta á bæði við um tæknilega útfærslu og nálgun útgefandans Rockstar á sjálfa frásögnina. Allt það sem gerði GTA V að stórkostlegri upplifun á fyrri kynslóð leikjatölva er til staðar á þeirri nýju og í öðru veldi. Það sem fyrsta sem maður tekur eftir er augljóslega útlit leiksins. Ég spilaði leikinn á Xbox One en miðað við það sem ég hef kynnt mér er grafíkin margt svipuð á XBONE og PS4. Sjálf áferð leiksins er önnur og betri, þökk sé hærri upplausn, margfalt betri mýkingu (anti-aliasing) og tíglun í krafti öflugri tækjabúnaðar. Lýsingin er ítarlegi og veðrakerfið er dýnamískt. Uppfært útlit getur ómögulega farið framhjá spilaranum þegar hann æðir um götur Los Santos og bjartur og fallegur dagur verður skyndilega grár og votur. Krafturinn í leiknum er einfaldlega aðeins meiri. Heimurinn raunverulegri, göturnar fjölmennri. Sama á við um sveitina og fjallshlíðarnar þar sem undarlega fjölbreytt dýralíf er að finna. Fyrir utan grafíkina er fyrstu persónu sjónarhorn stóra málið. Í fyrsta skipti geta spilarar í GTA fært sig yfir í 1. persónu sjónarhorn úr 3. persónu (sem hefur hingað til virkar afar vel). Um leið verður hasarinn og dramatíkin meiri. Það sem áður var hefðbundið augnablik í GTA (að sleppa frá löggunni, skotbardaga á götum úti) verður dauðans alvara. Tilfinning bjargleysis er yfirþyrmandi þegar þyrlurnar sveima yfir. En samhliða þessu verður raunveruleg stjarna GTA V, söguheimurinn, örlítið minni. GTA hefur aldrei snúist um að færa spilarann í hlutverk söguhetjanna, þvert á móti hefur áherslan verið á að leiða fullmótaða og litríka persónu í gegnum ævintýrin. Þannig var það í upprunalegu útgáfu GTA V og þannig er það í nýju útgáfunni, sagan er óbreytt. Þannig er ómögulegt að fara fram á svipaða reynslu eða frásögn er annars vegar og Halo eða Half-Life bjóða þegar GTA V er spilaður í 1. persónu. Það er ósanngjarnt. Frekar mætti líkja fyrstu persónu GTA V við Mirror’s Edge. Með þessu nýja sjónarhorni verður GTA V frásagnarlega örlítið minni. Tæknilega eru afleiðingarnar svipaðar, sjálft sjónarhornið — það sem spilarinn sér á skjánum — verður minna. Rockstar brýtur blað í sögu leikjatölvanna með því að bjóða upp á stillingar á sjónarhorni í 1. persónu þar sem hægt að stækka sjónsviðið. Í raun kallar fjölbreytileikinn í stillingunum á heildstæða rýni út af fyrir sig. Allt aukaefni sem kom út á gömlu kynslóðina fylgir GTA V. Einnig er nýtt efni að finna (verkefni, vopn, bílar, föt og hvaðeina). Þeir sem spiluðu leikinn á Xbox 360 eða PS4 fá síðan að spila sérstaka sögu þar sem söguhetjan Michael þarf að leysa morðráðgátu a la film-noire.Að skoða þennan heim í 1. persónu færir hið mannlega í GTA V nær manni.VÍSIR/ROCKSTARRockstar fór alla leið með uppfærsluna. Það hefði verið lítið mál að mála heiminn upp á nýtt. Þess í stað var striganum hent og hafist handa á ný. Útkoman er stórkostleg og það áhugaverðasta sem ég hef séð á nýrri kynslóð leikjatölva. Síðustu dagar hjá mér hafa að mestu farið í að rúnta um miðborg Los Santos. Öðru hverju leysi ég verkefni en oftar en ekki er ég einfaldlega að fylgjast með mannlífinu. Vegfarendurnir eru eins og ég, þau bíða eftir að það stytti upp, þegar það gerist loks horfi ég með þeim á borgarljósin glitra í pollunum. Þau ræða sín á milli um ástarsorg, glötuð viðskiptatækifæri og eftirsjá. Rétt eins og í Taxi Driver er viðbjóðurinn alltumlykjandi. Hórurnar kalla á eftir mér, dólgarnir hóta og aðrir biðja mig vinsamlegast um að fara í rassgat. Að skoða þennan heim í 1. persónu færir hið mannlega í GTA V nær manni. Ég hef samúð með þessu fólki og öfugt á við fyrri GTA-leiki og Travis Bickle þá er engin þörf til að drepa neinn. Frekar ek ég heim, stoppa á rauðu ljósi öðru hverju og sef þangað til að Los Santos vaknar á ný. Í heild sinni er GTA V fyrir nýju kynslóðina glæsilegt afrek. Eitthvað sem verður líklega aldrei endurtekið.Ég er enn að hamast í GTA V Online, þeir sem vilja spila á Xbox One geta addað mér. Gamertaggið er Kjartan HR1.
Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira