Lífið

Mannfræðingur opnar snyrtiverslun á netinu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
María er hæstánægð með viðtökurnar og segir eftirspurnina greinilega hafa verið mikla.
María er hæstánægð með viðtökurnar og segir eftirspurnina greinilega hafa verið mikla. vísir/valli
„Fyrir nokkrum árum fór ég að skoða og spá í því sem ég set ofan í mig. Í framhaldinu fór ég að skoða snyrtivörurnar sem ég notaði og innihaldið í þeim og komst að því að þar leynast ýmis skaðleg efni. Ég fór því á stúfana að leita að hreinum vörum sem eru án allra aukaefna og afraksturinn eru þessar vörur sem sumar hverjar hafa slegið í gegn vestanhafs,“ segir María Erlendsdóttir, mann- og ferðamálafræðingur, sem opnaði á dögunum netverslunina Freyja Boutique, sem býður eingöngu upp á lífrænar og náttúrulegar snyrtivörur ásamt vörum fyrir hár og húðumhirðu.

„Ég hef fengið rosalega góðar viðtökur við þessu. Áhuginn er mikill hjá almenningi og innan förðunarbransans á svona snyrtivörum og greinilega verið mikil vöntun á svona vörum. Margir spá í hvað þeir setja ofan í sig og þá er eðlilegt næsta skref að skoða hvað þú setur á húðina,“ segir hún.

Meðal snyrtivaranna sem María býður upp á eru RMS beauty, en vörurnar voru meðal annars notaðar á fyrirsætur Victoria's Secret-undirfatasýningarinnar fyrr í mánuðinum.

„Það er trú margra að náttúrulegar vörur séu ekki eins góðar og þessar hefðbundnu. Hins vegar hefur verið mikil og hröð þróun í framleiðslu undanfarið og nú eru þær alveg fullkomlega sambærilegar öðrum vörum hvað gæði varðar,“ segir María. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×