Lífið

Förðunarkennsla: Glimmer og glans um áramótin

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
1. Ljós silfuraugnskuggi er settur á mitt augnlok. Í ytri og innri augnkrók er settur dekkri litur. Best er að nota flatan bursta til að setja augnskuggana á. Rennið dökka skugganum undir augun líka.
1. Ljós silfuraugnskuggi er settur á mitt augnlok. Í ytri og innri augnkrók er settur dekkri litur. Best er að nota flatan bursta til að setja augnskuggana á. Rennið dökka skugganum undir augun líka.
Heiðdís Austfjörð Óladóttir, förðunarmeistari og eigandi vefsíðunnar Haustfjord.is, er líklega einn mesti aðdáandi glimmers á landinu.

Hún sýnir hér hvernig gera má einfalda og fallega áramótaförðun með glimmeri.

2. Takið blöndunarbursta, sem er möndlulaga bursti með lengri og mýkri hárum. Notið léttar hringhreyfingar og mýkið öll samskeyti. Blandið dekkri litnum upp í augntóft og út á við.
3. Því næst er penslinum dýft í glimmerfesti, hér er notaður Liquid Sugar frá EyeKandy. Penslinum er svo dýft í glimmerið og því þrýst á augnlokið.
4. Til þess að spara tíma og svo farðinn verði sem fallegastur eru hann og hyljarinn settir eftir á, þar sem hætta er á að dökki augnskugginn hrynji niður.
5. Notið sólarpúður til þess að skyggja og móta andlitið. Fallegt er að setja einhvers konar highlighter ofan á kinnbeinin til að draga þau fram.
6. Fyllið í augabrúnir, setjið svartan blautan eyeliner meðfram augnháralínu. Gott er að líta upp og miða við neðri augnháralínu til að sjá hvernig eyelinerinn á að liggja. Bætið við maskara og gerviaugnhárum.
7. Hér hefur Heiðdís bætt við nokkrum steinum, sem settir eru á með augnháralími. Best er að setja límið á með tannstöngli eða álíka, leyfa því að þorna í hálfa mínútu og tylla steininum á með plokkara.
8. Fyrir þær sem vilja taka þetta alla leið er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu og bæta við fleiri steinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×