Leiðtoginn ég Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. desember 2014 09:45 Fyrir nokkrum vikum ákvað ég í samvinnu við nokkra sprellikarla að reyna að koma af stað alheimsátaki um það að fella kvikmyndina The Shawshank Redemption af topplista vefsíðunnar IMDb.com — vinsælasta kvikmyndavef heims. Við lögðum til að almenningur myndi kjósa vísindatryllinn Starship Troopers í staðinn og í barnslegri einlægni taldi ég raunverulegan möguleika á að heimurinn myndi taka höndum saman og fella risann. Þegarþetta er skrifað hafa aðeins 350 smellt læki á Facebook-síðuna. Samt fór ég, leiðtoginn sjálfur, í viðtal á Rás 2, Mbl, skrifaði um átakið og ég fékk meira að segja eitt favorite á Twitter frá aðalleikara Starship Troopers. En afraksturinn olli mér sárum vonbrigðum. Þráttfyrir að tilraunin hafi misheppnast berast núna fregnir af sambærilegu átaki sem hefur gengið töluvert betur. Netverjar keppast við að hífa upp einkunn kvikmyndarinnar The Interview á IMDb og í síðustu viku var hún með einkunnina 10. Hún hefur reyndar lækkað niður í 7,9 en á eflaust eftir að hækka á ný. Um er að ræða aulagrínmynd með þeim Seth Rogen og James Franco í aðalhlutverkum, sem gerir stólpagrín að Kim Jong–un, sjálfhverfum og veruleikafirrtum leiðtoga Norður–Kóreu. Átakið er augljóslega mótað eftir fyrirmynd minni. Þáeru Bandaríkin og Norður–Kórea komin í hár saman vegna myndarinnar, sem virðist einnig hafa kveikt í áður óþekktri uppreisnargirni hins almenna íbúa Norður–Kóreu. Íbúarnir eru margir hverjir svo spenntir fyrir kvikmyndinni að þeir eru tilbúnir að greiða allt að tífalt verð fyrir hana á DVD, að sjálfsögðu á svörtum markaði þar sem kvikmyndin var bönnuð í landinu um leið og af henni fréttist. Þaðer heldur snemmt að spá fyrir um málalok en við vonumst að sjálfsögðu til þess að kúgaður almenningur í Norður–Kóreu snúi endanlega baki við stjórnvöldum. Frelsið mun kosta sitt en þegar það fæst mun ég að sjálfsögðu eigna mér hluta af heiðrinum. Það var jú ég sem kom þessu öllu af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun
Fyrir nokkrum vikum ákvað ég í samvinnu við nokkra sprellikarla að reyna að koma af stað alheimsátaki um það að fella kvikmyndina The Shawshank Redemption af topplista vefsíðunnar IMDb.com — vinsælasta kvikmyndavef heims. Við lögðum til að almenningur myndi kjósa vísindatryllinn Starship Troopers í staðinn og í barnslegri einlægni taldi ég raunverulegan möguleika á að heimurinn myndi taka höndum saman og fella risann. Þegarþetta er skrifað hafa aðeins 350 smellt læki á Facebook-síðuna. Samt fór ég, leiðtoginn sjálfur, í viðtal á Rás 2, Mbl, skrifaði um átakið og ég fékk meira að segja eitt favorite á Twitter frá aðalleikara Starship Troopers. En afraksturinn olli mér sárum vonbrigðum. Þráttfyrir að tilraunin hafi misheppnast berast núna fregnir af sambærilegu átaki sem hefur gengið töluvert betur. Netverjar keppast við að hífa upp einkunn kvikmyndarinnar The Interview á IMDb og í síðustu viku var hún með einkunnina 10. Hún hefur reyndar lækkað niður í 7,9 en á eflaust eftir að hækka á ný. Um er að ræða aulagrínmynd með þeim Seth Rogen og James Franco í aðalhlutverkum, sem gerir stólpagrín að Kim Jong–un, sjálfhverfum og veruleikafirrtum leiðtoga Norður–Kóreu. Átakið er augljóslega mótað eftir fyrirmynd minni. Þáeru Bandaríkin og Norður–Kórea komin í hár saman vegna myndarinnar, sem virðist einnig hafa kveikt í áður óþekktri uppreisnargirni hins almenna íbúa Norður–Kóreu. Íbúarnir eru margir hverjir svo spenntir fyrir kvikmyndinni að þeir eru tilbúnir að greiða allt að tífalt verð fyrir hana á DVD, að sjálfsögðu á svörtum markaði þar sem kvikmyndin var bönnuð í landinu um leið og af henni fréttist. Þaðer heldur snemmt að spá fyrir um málalok en við vonumst að sjálfsögðu til þess að kúgaður almenningur í Norður–Kóreu snúi endanlega baki við stjórnvöldum. Frelsið mun kosta sitt en þegar það fæst mun ég að sjálfsögðu eigna mér hluta af heiðrinum. Það var jú ég sem kom þessu öllu af stað.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun