Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 1-0 | Sjö stiga forysta Stjörnunnar Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. júlí 2014 16:35 Harpa Þorsteinsdóttir með boltann í vítateig Blika í kvöld. vísir/arnþór Stjarnan er komin með sjö stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Breiðabliki á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Þetta var fjórða viðureign liðanna í sumar og það var augljóst að liðin þekkja hvort annað vel. Liðin gáfu fá færi á sér og áttu ekki í miklum vandræðum með að loka á helstu hættur andstæðingsins. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu að Harpa Þorsteinsdóttir fékk pláss rétt utan teigs og rétt í þann mund sem hún steig inn í teiginn var hún tekin niður og vítaspyrnu réttilega dæmd. Harpa skoraði sjálf úr vítinu og voru Íslandsmeistarar Stjörnunnar því yfir í hálfleik. Breiðablik reyndi að setja meiri kraft í sóknarleikinn í seinni hálfleik en oftar en ekki vantaði upp á gæði sendinganna þegar í námunda við teiginn var komið. Breiðablik var meira með boltann og kom sér í ákjósanlegar stöður til að gera mun betur. Stjarnan fékk fá en hættulegri færi í seinni hálfleik sem liðið náði ekki að nýta og því var alltaf sama undirliggjandi spennan í leiknum þrátt fyrir að leikurinn væri ekkert sérstaklega opinn. Stjarnan er með 27 stig í tíu umferðum en liðið hefur unnið níu leiki í röð. Fylkir er sjö stigum á eftir Stjörnunni og Breiðablik kemur þar á eftir með 19 stig en kraftaverk þar til að Stjarnan verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn í haust. Harpa: Þetta var erfitt„Okkar lið þurfti að liggja mjög aftarlega í dag. Fyrri hálfleikur var frekar jafn og bæði lið að skapa sér hálffæri. Í seinni hálfleik komu þær mun ákveðnari út og við þurftum að hafa mikið fyrir því að halda þessum þremur stigum sem við vorum búin að vinna okkur inn í hálfleik,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði sigurmark Stjörnunnar í kvöld. „Þær fá ekkert opið marktækifæri því við vorum að verjast þeim vel. Það var erfitt og bitnaði mikið á sóknarleiknum okkar. Við héldum boltanum mjög illa framarlega og vorum að tapa honum mjög klaufalega. „Við vorum að gera okkur þetta virkilega erfitt fyrir frammi þegar við vorum komin í góðar stöður, sækja tvo á þrjá og þrjá á tvo. Við vorum að klúðra þessu fyrir okkur sjálfum með lélegum sendingum. Við þurfum að halda boltanum mikið betur ef við ætlum áfram í bikarleiknum,“ sagði Harpa en Stjarnan sækir Breiðablik heim í undanúrslitum bikarsins á föstudagskvöldið. „Þetta er tvö mjög sterk lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Þá virðist þetta oft ráðast af misstökum mótherjans og þær gáfu færi á sér í dag og við nýttum okkur það. „Þetta verður barningur á föstudaginn en við ætlum okkur áfram,“ sagði Harpa strax kominn með hugann við næsta leik. Hlynur Svan: Vorum sterkari aðilinn„Við teljum okkur vita hvar þeirra styrkleikar liggja og hvar veikleikarnir eru og mér fannst við spila flottan leik hérna á móti þeim og vorum að mínu mati sterkari aðilinn í leiknum en stundum fer þetta svona,“ sagði Hlynur Svein Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Það var klaufagangur í eitt skipti í fyrri hálfleik sem verður þess valdandi að boltinn dettur inn í teig og við fáum víti á okkur. Það er það eina sem þær skapa. „Við komum okkur oft í góðar stöður en þá vantaði eitthvað og við munum taka það upp á næstu tveimur æfingum og verðum klára með það á föstudaginn,“ sagði Hlynur sem er ekki búinn að gefa deildina upp á bátinn þó bikarleikurinn á föstudaginn sé honum efst í huga eftir þennan leik. „Auðvitað gefum við ekkert frá okkur en það er vissulega orðið svolítið langt í þær og þær eru vel að þessu komnar og eru frábært lið en ég held að við höfum sýnt það að við séum líka með hörku lið og þær vita það jafnvel og við. „Þessi úrslit og hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spiluðum hann. Það blæs okkur baráttuanda í brjóst fyrir föstudaginn. Ég er sannfærður um að við förum á Laugardalsvöllinn,“ sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan er komin með sjö stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Breiðabliki á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Þetta var fjórða viðureign liðanna í sumar og það var augljóst að liðin þekkja hvort annað vel. Liðin gáfu fá færi á sér og áttu ekki í miklum vandræðum með að loka á helstu hættur andstæðingsins. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu að Harpa Þorsteinsdóttir fékk pláss rétt utan teigs og rétt í þann mund sem hún steig inn í teiginn var hún tekin niður og vítaspyrnu réttilega dæmd. Harpa skoraði sjálf úr vítinu og voru Íslandsmeistarar Stjörnunnar því yfir í hálfleik. Breiðablik reyndi að setja meiri kraft í sóknarleikinn í seinni hálfleik en oftar en ekki vantaði upp á gæði sendinganna þegar í námunda við teiginn var komið. Breiðablik var meira með boltann og kom sér í ákjósanlegar stöður til að gera mun betur. Stjarnan fékk fá en hættulegri færi í seinni hálfleik sem liðið náði ekki að nýta og því var alltaf sama undirliggjandi spennan í leiknum þrátt fyrir að leikurinn væri ekkert sérstaklega opinn. Stjarnan er með 27 stig í tíu umferðum en liðið hefur unnið níu leiki í röð. Fylkir er sjö stigum á eftir Stjörnunni og Breiðablik kemur þar á eftir með 19 stig en kraftaverk þar til að Stjarnan verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn í haust. Harpa: Þetta var erfitt„Okkar lið þurfti að liggja mjög aftarlega í dag. Fyrri hálfleikur var frekar jafn og bæði lið að skapa sér hálffæri. Í seinni hálfleik komu þær mun ákveðnari út og við þurftum að hafa mikið fyrir því að halda þessum þremur stigum sem við vorum búin að vinna okkur inn í hálfleik,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði sigurmark Stjörnunnar í kvöld. „Þær fá ekkert opið marktækifæri því við vorum að verjast þeim vel. Það var erfitt og bitnaði mikið á sóknarleiknum okkar. Við héldum boltanum mjög illa framarlega og vorum að tapa honum mjög klaufalega. „Við vorum að gera okkur þetta virkilega erfitt fyrir frammi þegar við vorum komin í góðar stöður, sækja tvo á þrjá og þrjá á tvo. Við vorum að klúðra þessu fyrir okkur sjálfum með lélegum sendingum. Við þurfum að halda boltanum mikið betur ef við ætlum áfram í bikarleiknum,“ sagði Harpa en Stjarnan sækir Breiðablik heim í undanúrslitum bikarsins á föstudagskvöldið. „Þetta er tvö mjög sterk lið sem þekkja hvort annað mjög vel. Þá virðist þetta oft ráðast af misstökum mótherjans og þær gáfu færi á sér í dag og við nýttum okkur það. „Þetta verður barningur á föstudaginn en við ætlum okkur áfram,“ sagði Harpa strax kominn með hugann við næsta leik. Hlynur Svan: Vorum sterkari aðilinn„Við teljum okkur vita hvar þeirra styrkleikar liggja og hvar veikleikarnir eru og mér fannst við spila flottan leik hérna á móti þeim og vorum að mínu mati sterkari aðilinn í leiknum en stundum fer þetta svona,“ sagði Hlynur Svein Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Það var klaufagangur í eitt skipti í fyrri hálfleik sem verður þess valdandi að boltinn dettur inn í teig og við fáum víti á okkur. Það er það eina sem þær skapa. „Við komum okkur oft í góðar stöður en þá vantaði eitthvað og við munum taka það upp á næstu tveimur æfingum og verðum klára með það á föstudaginn,“ sagði Hlynur sem er ekki búinn að gefa deildina upp á bátinn þó bikarleikurinn á föstudaginn sé honum efst í huga eftir þennan leik. „Auðvitað gefum við ekkert frá okkur en það er vissulega orðið svolítið langt í þær og þær eru vel að þessu komnar og eru frábært lið en ég held að við höfum sýnt það að við séum líka með hörku lið og þær vita það jafnvel og við. „Þessi úrslit og hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spiluðum hann. Það blæs okkur baráttuanda í brjóst fyrir föstudaginn. Ég er sannfærður um að við förum á Laugardalsvöllinn,“ sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira