Handbolti

Afturelding næsta stórveldi í handboltanum? | Myndband

Er Afturelding úr Mosfellsbæ næsta stórveldi í íslenskum handbolta? Þar leika að minnsta kosti margir af efnilegustu leikmönnum landsins en GuðjónGuðmundsson kynnti sér þetta unga og stórefnilega lið betur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Mosfellingar hafa einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum en það var árið 1999. Sama ár varð liðið einnig bikarmeistari.

Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum og með barnunga uppalda leikmenn hefur félagið tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Það er einnig athyglivert hversu margir ungir leikmenn Aftureldingar eru hávaxnir en þar eru nokkrir tveggja metra risar. Fjöldinn allur af leikmönnum liðsins hefur leikið lykilhlutverk í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár en fimm Mosfellingar eru í U20 ára liðinu.

„Við erum með góða leikmenn sem við ætlum núna að halda og byggja til framtíðar. Við ætlum að hætta að skoppa upp og niður á milli deilda og festa okkur í sessi sem eitt af betri liðum landsins,“ segir Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×