Lífið

Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent

Hér er Brynjar ásamt fjölskyldu sinni. Með honum eru móðir hans Guðrún Erla, Elísa og Elvar Árni og faðir hans Albert.
Hér er Brynjar ásamt fjölskyldu sinni. Með honum eru móðir hans Guðrún Erla, Elísa og Elvar Árni og faðir hans Albert. Vísir/Daníel
Brynjar Dagur Albertsson hlaut tíu milljónir króna í verðlaun fyrir sigur á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar Ísland got Talent sem fram fór í Austurbæ í kvöld. Uppselt var á viðburðinn sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2.

„Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri,“ sagði Brynjar Dagur í viðtali við Vísi þegar úrslitin voru ljós. Viðtalið í heild sinni má sjá hér auk viðbragða hins sjö ára töframanns Jóns Arnórs Péturssonar sem hafnaði í öðru sæti.

Atriðin sjö sem að kepptu voru hvert öðru betra og mikil spenna var í salnum þegar beðið var niðurstöðu símakosningar. Alfarið var í höndum áhorfenda hver bæri sigur úr býtum. Fór svo að þrjú atriði stóðu eftir á sviðinu. Brynjar Dagur, töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson sem hafnaði í öðru sæti og dansparið Höskuldur og Margrét sem lentu í þriðja sæti.

Í lok útsendingarinnar var tilkynnt að önnur þáttaröð yrði gerð af Ísland got Talent á Stöð 2. Hæfileikaríkir Íslendingar geta því farið að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufurnar í haust.

Hér að neðan má sjá siguratriði Brynjars. Þar fyrir neðan er textalýsing Vísis frá úrslitakvöldinu í kvöld ásamt skoðunum landsmanna sem voru afar virkir á Twitter í kvöld með póstum með merkinu #ÍslandGotTalent.

Neðst í fréttinni má svo sjá kynningarmyndbönd keppendanna sem börðust um sigurinn í kvöld.








Tengdar fréttir

Þjóðin fær að ráða

Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.