Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 81-87 | Frábær Stjörnusigur Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 21. mars 2014 16:14 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann í kvöld frábæran sex stiga á Keflavík í TM-höllinni og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Garðbæingar byrjuðu leikinn mun betur. Með sterkum varnarleik og skynsömum sóknarleik byggði liðið upp forystu og leiddi með ellefu stigum að loknum fyrri hálfleik, 32-43.Justin Shouse stýrði sóknarleik gestanna af yfirvegun og festu og var auk þess duglegur að skora sjálfur. Hann var stigahæstur Stjörnumanna í fyrri hálfleik með 17 stig. Sóknarleikur heimamanna var hins vegar stirður, en þeir skoruðu aðeins 32 stig í öllum hálfleiknum. Vörn Stjörnunnar var sterk, en þegar hún opnaðist voru Keflvíkingar ekki að setja niður opin skot. Liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik og hitti afar illa úr þeim, eða aðeins 22%. Flestir, ef ekki allir, lykilmenn Keflavíkur spiluðu undir pari í sóknarleiknum, en það var helst Valur Orri Valsson sem komst eitthvað áleiðis, en hann skoraði sjö stig í fyrri hálfleik. Keflvíkingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn; ákefðin í vörninni jókst til mikilla muna og Michael Craion og Magnús Þór Gunnarsson vöknuðu til lífsins í sóknarleiknum. Keflavík jafnaði leikinn og komst mest fimm stigum yfir og Stjörnumenn virtust slegnir út af laginu. Í lokaleikhlutanum börðu Stjörnumenn hins vegar í brestina. Hægt og sígandi náðu þeir undirtökunum í leiknum, ekki síst fyrir framlag Marvins Valdimarssonar og Jóns Sverrissonar, en sá síðarnefndi skilaði 11 stigum og níu fráköstum og var duglegur að djöflast í Craion. Lokakaflinn var jafn og spennandi, en gestirnir spiluðu betri vörn, settu vítaskotin sín niður og unnu að lokum með sex stigum, 81-87. Shouse átti sem áður sagði afbragðs leik og skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Matthew Hairston skilaði einnig sínu og skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Í heildina spiluðu Keflvíkingar ekki nógu vel. Þeir voru frábærir í þriðja leikhluta, en slakir í hinum þremur og því fór sem fór. Liðið tapaði frákastabaráttunni og hitti illa fyrir utan þriggja stiga línuna, eða aðeins 28%. Michael Craion var eins og svo oft áður atkvæðamestur Keflvíkinga með 28 stig og 17 fráköst. Magnús Þór Gunnarsson átti sömuleiðis góðan seinni hálfleik og skoraði 18 stig, þótt hann hafi oft hitt betur. Aðrir eiga mikið inni. Liðin mætast næst í Ásgarði á mánudaginn. Jón Norðdal Hafsteinsson: Vorum linir í fyrri hálfleik"Við vorum ekki nógu sannfærandi varnarlega í fyrri hálfleik og vorum að taka alltof mikið af þriggja stiga skotum," sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, en hann stjórnaði liði Keflavíkur í kvöld ásamt Fali Harðarsyni, í fjarveru Andys Johnston sem tók út leikbann. "Við vorum ekki að sækja að körfunni og vorum ekki að tala saman í vörninni. Við vorum linir varnar- og sóknarlega í fyrri hálfleik og allt sem við gerðum var lint og veikt," sagði Jón um fyrri hálfleikinn hjá hans mönnum, en Keflavík var 11 stigum undir honum loknum. "Við töluðum við strákana í hálfleik og þeir fóru að spila sinn leik og spila sín kerfi sem þeir eru búnir að vera að gera í vetur. Þeir fóru að taka skot upp úr kerfum, en ekki bara einhver skot." "Svo fórum við að skjóta of mikið. Skotvalið var kannski alveg nógu gott hjá okkur," sagði Jón, en Keflavíkur liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í leiknum og hitti afar illa úr þeim, eða aðeins 28%. En var ekkert erfitt að bregða sér í hlutverk þjálfara fyrir einn leik: "Nei, nei. Þetta var bara gaman. Við komum ekki inn með neinar breytingar, þeir halda bara sínu striki. Okkar verkefni var að halda strákunum á tánum og fara í gegnum hlutina sem þeir eru vanir að gera.Teitur Örlygsson: Verðum að láta þetta telja"Það var varnarleikurinn okkar, það var misskilningur á misskilning ofan og við missum tempóið á leiknum aðeins í burtu. Við fórum að flýta okkur í sókninni og taka lélegar ákvarðanir hinum megin sem gefur þeim auðveld stig sem var algjör óþarfi," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um þriðja leikhlutann sem Keflavík vann með fjórtán stigum. "Í fyrri hálfleik og fjórða leikhluta var allt í fínu lagi. Þeir voru ekki að fá nein hraðaupphlaup, eins og við vorum búnir að fara í gegnum. En við fórum að fara undir hindranir á Magga Gunn sem þú gerir ekki, þú gefur honum ekki opið skot trekk í trekk. Svo náðum við að stoppa í það og þá fannst mér þetta vera góðu lagi aftur." Teitur var ánægður með framlag Jóns Sverrissonar sem átti góðan leik: "Jón er búinn að stíga upp og eiga flotta leiki. Jón kom með flott "spark" í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Svo eru aðrir sem stíga upp í öðrum leikjum. Við erum með stráka sem geta allir stigið upp og gert flotta hluti." Sigurinn í kvöld gæti reynst Stjörnunni dýrmætur í framhaldinu: "Við verðum að láta þetta telja. Ef við ætluðum okkur lengra í þessari keppni þurftum við að vinna hérna í Keflavík og það var kærkomið að ná sigri hérna strax" sagði Teitur.Tölfræði leiksins:Keflavík-Stjarnan 81-87 (14-22, 18-21, 32-18, 17-26)Keflavík: Michael Craion 28/17 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Valur Orri Valsson 7, Guðmundur Jónsson 6/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 28/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/17 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/10 fráköst, Jón Sverrisson 11/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Fannar Freyr Helgason 5, Sæmundur Valdimarsson 4.Textalýsing:Leik lokið | 81-87 | Sex stiga Stjörnusigur staðreynd.40. mín|81-85 | Leikhlé. Craion setti tvo víti niður. Fjögurra stiga munur, fimm sekúndur eftir.40. mín | 79-84 | Frábær varnarleikur hjá Garðbæingum - Marvin varði skot frá Guðmundi. Jón Sverrisson er nú á vítalínunni.40. mín | 79-84 | Justin kemur Stjörnunni fimm stigum yfir af vítalínunni.39. mín | 76-82| Craion á vítalínunni. Hairston setti áðan annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Magnús Þór er farinn út af með fimm villur.39. mín | 76-81 | Marvin setur tvö vítaskot niður og kemur Stjörnunni fimm stigum yfir. Sjáum hvernig Keflvíkingar svara þessu.37. mín | 75-77 | Leikhlé. Stjarnan leiðir með tveimur stigum. Lokamínúturnar verða rosalegar!37. mín |73-75 | Jón Sverrisson kemur gestunum yfir. Hann hefur skilað mikilvægu framlagi, átta stigum og sex fráköstum og hefur auk þess verið duglegur að djöflast í Craion.34. mín |71-71| Marvin jafnar leikinn. Hann er búinn að eiga flottan leik; 13/9/3.33. mín | 69-67 | Guðmundur Jónsson skoraði áðan sína fyrstu þriggja stiga körfu í leiknum, eftir sjö misheppnaðar tilraunir fram að því. Stjarnan þarf fleiri stig frá Hairston.Þriðja leikhluta lokið | 64-61 | Craion skorar síðustu stig leikhlutans. Hann hefur verið frábær í leiknum. Magnús Þór tók sömuleiðis við sér í þriðja leikhluta og er kominn með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hjá Stjörnunni er Hairston með 12 stig og 15 fráköst og Shouse hefur skorað 20 stig og gefið sex stoðsendingar. Rosalegar tíu mínútur fram undan!29. mín| 59-56| Craion er búinn að vera mjög öflugur í leikhlutanum, en hann er kominn með 17 stig og 16 fráköst. Jón Sverrisson skoraði áðan sín fyrstu stig í leiknum.27. mín |55-50 | Magnús Þór með tvo þrista á skömmum tíma. Keflavík leiðir nú með fimm stigum.25. mín | 45-45 | Craion jafnar leikinn. Hann er kominn með níu stig og ellefu fráköst. Það er mikil barátta í Keflvíkingum hér í byrjun seinni hálfleiks og Stjörnumenn virðist slegnir.23. mín | 37-45 | Magnús Þór minnkar muninn í átta stig með sinni annarri þriggja stiga körfu. Það er mikill hasar í mönnum þessa stundina.Þriðji leikhluti hafinn| 32-43 | Sjáum hvort heimamenn nái að snúa taflinu sér í vil.Fyrri hálfleik lokið |32-43 | Ellefu stiga munur Stjörnunni í vil. Varnarleikur gestanna er sterkur og Keflvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að skora. Og þegar þeir hafa fengið opin skot þá hafa þeir ekki verið að setja þau niður. Valur Orri er stigahæstur heimamanna með sjö stig, en lykilmenn liðsins eiga mikið inni. Shouse hefur skorað mest Stjörnumanna, alls 17 stig og hefur auk þess stýrt sóknarleik sinna manna af myndarbrag. Hairston er með átta stig og 11 fráköst.19. mín |32-38| Leikhlé. Stjarnan enn sex stigum yfir. Heimamenn hafa ekki verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna, 5/21, eða 24%. Stjarnan er á meðan með 47% þriggja stiga nýtingu.17. mín | 29-35 | Stjarnan komin sex stigum yfir eftir þrista frá Degi og Marvin.16. mín | 29-29 | Gunnar kemur Keflavík yfir eftir hraðaupphlaup, en Dagur Kár svarar með þriggja stiga körfu.14. mín | 26-26 | Leikhlé. Magnús Þór setti sinn fyrsta þrist niður áðan. Craion er sömuleiðis kominn á blað. Sóknin hjá sókninni hefur verið að hiksta.12. mín | 19-22 | Valur Orri minnkar muninn í þrjú stig með góðri körfu. Craion er enn stigalaus hjá Keflavík.Fyrsta leikhluta lokið |14-22 | Stjarnan hefur verið sterkari aðilinn eins og tölurnar bera með sér. Shouse er stigahæstur Stjörnunnar með 11 stig, en Lewis og Arnar Freyr hafa skorað sex stig hvor fyrir Keflavík. Svo má geta þess að loftbolti hjá Magnúsi Þór vakti mikla kátínu hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar.9. mín | 11-17 | Lewis er kominn með tvo þrista. Vörn Keflavíkinga hefur verið að eflast. Magnús Þór er kominn inn á hjá heimamönnum og Björn Steinar Brynjólfsson og Jón Sverrisson hjá gestunum.7. mín | 8-14 | Dagur Kár fær tæknivillu. Stjarnan setti fjögur hraðaupphlaupsstig í röð.6. mín | 6-10 | Leikhléið virðist hafa haft tilætluð áhrif. Arnar skoraði fyrstu stig Keflavíkur utan af velli og Craion bætti svo tveimur stigum við.5. mín |1-10 | Stjarnan byrjar mun betur. Fannar og Justin hafa báðir sett niður þrista. Arnar Freyr skoraði eina stig heimamanna af vítalínunni. Falur og Jón taka leikhlé.1. mín | 0-2 | Hairston skorar fyrstu stig leiksins. Fyrsti leikhluti hafinn: Góða skemmtun!Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Leifur Garðarsson, Davíð Hreiðarsson og Halldór Geir Jensson.Fyrir leik: Þetta er þriðja árið í röð sem Keflavík og Stjarnan mætast í úrslitakeppninnar, en það hafa verið litlir kærleikar milliliðanna í þessum einvígjum. Stjarnan fór áfram í fyrra eftir svakalegan oddaleik í Garðabænum.Fyrir leik: Sé litið á uppstillingar liðanna, eftir +/- tölfræði, þá voru þeir Marvin Valdimarsson, Hairston, Dagur Kár Jónsson, Shouse og Fannar „besta“ lið Stjörnunnar, en Arnar Freyr, Craion, Lewis, Gunnar Ólafsson og Guðmundur Jónsson „besta“ lið Keflavíkur.Fyrir leik: Matthew Hairston var stigahæstur Stjörnunnar í vetur (21,6 stig) og tók flest fráköst (12,5), en Justin Shouse var með flestar stoðsendingar að meðaltali í leik, eða 6,9 talsins.Fyrir leik: Michael Craion hefur verið duglegur að fylla út tölfræðiskýrslur í vetur. Hann var bæði stiga- og frákastahæstur Keflvíkinga í deildarkeppninni, með 23,7 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik. Að auki var Craion að stela 2,4 boltum í leik , verja 2,3 skot og skotnýting hans var frábær, eða tæp 63%. Hann var sömuleiðis með 33,3 framlagsstig að meðaltali í leik, flest allra leikmanna Dominos deildarinnar.Fyrir leik: Keflavík vann báða leiki liðanna í deildinni, 88-63 í Ásgarði og 96-93 í TM höllinni eftir framlengdan leik. Michael Craion var atkvæðamestur Keflvíkinga í fyrri leiknum með 18 stig og 13 fráköst, en Fannar Freyr Helgason skoraði 13 stig fyrir Garðbæinga. Í seinni leiknum var Darrel Lewis stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig, Craion tók 14 fráköst og Arnar Freyr Jónsson gaf tíu stoðsendingar, á meðan Matthew Hairston skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og tók 11 fráköst.Fyrir leik: Andy Johnston þjálfari Keflavíkinga tekur út leikbann í kvöld, en honum var vísað út úr húsi í leik Keflavíkur og Snæfells í lokaumferð deildarinnar. Þá er Gunnar Stefánsson, aðstoðarþjálfari Andys, staddur erlendis vegna vinnu sinnar. Falur Harðarson og Jón Norðdal Hafsteinsson munu stjórna Keflavík í kvöld. Þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur og voru mjög sigursælir sem slíkir. Falur var einnig þjálfari liðsins, ásamt Guðjóni Skúlasyni, þegar það varð Íslandsmeistari fyrir áratug.Fyrir leik: Keflvíkingar unnu átján leiki í vetur og töpuðu fjórum, á meðan Garðbæingar unnu tíu og töpuðu tólf.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Sláturhúsinu í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Keflavík hafnaði 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í 7. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld frábæran sex stiga á Keflavík í TM-höllinni og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Garðbæingar byrjuðu leikinn mun betur. Með sterkum varnarleik og skynsömum sóknarleik byggði liðið upp forystu og leiddi með ellefu stigum að loknum fyrri hálfleik, 32-43.Justin Shouse stýrði sóknarleik gestanna af yfirvegun og festu og var auk þess duglegur að skora sjálfur. Hann var stigahæstur Stjörnumanna í fyrri hálfleik með 17 stig. Sóknarleikur heimamanna var hins vegar stirður, en þeir skoruðu aðeins 32 stig í öllum hálfleiknum. Vörn Stjörnunnar var sterk, en þegar hún opnaðist voru Keflvíkingar ekki að setja niður opin skot. Liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik og hitti afar illa úr þeim, eða aðeins 22%. Flestir, ef ekki allir, lykilmenn Keflavíkur spiluðu undir pari í sóknarleiknum, en það var helst Valur Orri Valsson sem komst eitthvað áleiðis, en hann skoraði sjö stig í fyrri hálfleik. Keflvíkingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn; ákefðin í vörninni jókst til mikilla muna og Michael Craion og Magnús Þór Gunnarsson vöknuðu til lífsins í sóknarleiknum. Keflavík jafnaði leikinn og komst mest fimm stigum yfir og Stjörnumenn virtust slegnir út af laginu. Í lokaleikhlutanum börðu Stjörnumenn hins vegar í brestina. Hægt og sígandi náðu þeir undirtökunum í leiknum, ekki síst fyrir framlag Marvins Valdimarssonar og Jóns Sverrissonar, en sá síðarnefndi skilaði 11 stigum og níu fráköstum og var duglegur að djöflast í Craion. Lokakaflinn var jafn og spennandi, en gestirnir spiluðu betri vörn, settu vítaskotin sín niður og unnu að lokum með sex stigum, 81-87. Shouse átti sem áður sagði afbragðs leik og skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Matthew Hairston skilaði einnig sínu og skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Í heildina spiluðu Keflvíkingar ekki nógu vel. Þeir voru frábærir í þriðja leikhluta, en slakir í hinum þremur og því fór sem fór. Liðið tapaði frákastabaráttunni og hitti illa fyrir utan þriggja stiga línuna, eða aðeins 28%. Michael Craion var eins og svo oft áður atkvæðamestur Keflvíkinga með 28 stig og 17 fráköst. Magnús Þór Gunnarsson átti sömuleiðis góðan seinni hálfleik og skoraði 18 stig, þótt hann hafi oft hitt betur. Aðrir eiga mikið inni. Liðin mætast næst í Ásgarði á mánudaginn. Jón Norðdal Hafsteinsson: Vorum linir í fyrri hálfleik"Við vorum ekki nógu sannfærandi varnarlega í fyrri hálfleik og vorum að taka alltof mikið af þriggja stiga skotum," sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, en hann stjórnaði liði Keflavíkur í kvöld ásamt Fali Harðarsyni, í fjarveru Andys Johnston sem tók út leikbann. "Við vorum ekki að sækja að körfunni og vorum ekki að tala saman í vörninni. Við vorum linir varnar- og sóknarlega í fyrri hálfleik og allt sem við gerðum var lint og veikt," sagði Jón um fyrri hálfleikinn hjá hans mönnum, en Keflavík var 11 stigum undir honum loknum. "Við töluðum við strákana í hálfleik og þeir fóru að spila sinn leik og spila sín kerfi sem þeir eru búnir að vera að gera í vetur. Þeir fóru að taka skot upp úr kerfum, en ekki bara einhver skot." "Svo fórum við að skjóta of mikið. Skotvalið var kannski alveg nógu gott hjá okkur," sagði Jón, en Keflavíkur liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í leiknum og hitti afar illa úr þeim, eða aðeins 28%. En var ekkert erfitt að bregða sér í hlutverk þjálfara fyrir einn leik: "Nei, nei. Þetta var bara gaman. Við komum ekki inn með neinar breytingar, þeir halda bara sínu striki. Okkar verkefni var að halda strákunum á tánum og fara í gegnum hlutina sem þeir eru vanir að gera.Teitur Örlygsson: Verðum að láta þetta telja"Það var varnarleikurinn okkar, það var misskilningur á misskilning ofan og við missum tempóið á leiknum aðeins í burtu. Við fórum að flýta okkur í sókninni og taka lélegar ákvarðanir hinum megin sem gefur þeim auðveld stig sem var algjör óþarfi," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um þriðja leikhlutann sem Keflavík vann með fjórtán stigum. "Í fyrri hálfleik og fjórða leikhluta var allt í fínu lagi. Þeir voru ekki að fá nein hraðaupphlaup, eins og við vorum búnir að fara í gegnum. En við fórum að fara undir hindranir á Magga Gunn sem þú gerir ekki, þú gefur honum ekki opið skot trekk í trekk. Svo náðum við að stoppa í það og þá fannst mér þetta vera góðu lagi aftur." Teitur var ánægður með framlag Jóns Sverrissonar sem átti góðan leik: "Jón er búinn að stíga upp og eiga flotta leiki. Jón kom með flott "spark" í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Svo eru aðrir sem stíga upp í öðrum leikjum. Við erum með stráka sem geta allir stigið upp og gert flotta hluti." Sigurinn í kvöld gæti reynst Stjörnunni dýrmætur í framhaldinu: "Við verðum að láta þetta telja. Ef við ætluðum okkur lengra í þessari keppni þurftum við að vinna hérna í Keflavík og það var kærkomið að ná sigri hérna strax" sagði Teitur.Tölfræði leiksins:Keflavík-Stjarnan 81-87 (14-22, 18-21, 32-18, 17-26)Keflavík: Michael Craion 28/17 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Valur Orri Valsson 7, Guðmundur Jónsson 6/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 28/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/17 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/10 fráköst, Jón Sverrisson 11/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Fannar Freyr Helgason 5, Sæmundur Valdimarsson 4.Textalýsing:Leik lokið | 81-87 | Sex stiga Stjörnusigur staðreynd.40. mín|81-85 | Leikhlé. Craion setti tvo víti niður. Fjögurra stiga munur, fimm sekúndur eftir.40. mín | 79-84 | Frábær varnarleikur hjá Garðbæingum - Marvin varði skot frá Guðmundi. Jón Sverrisson er nú á vítalínunni.40. mín | 79-84 | Justin kemur Stjörnunni fimm stigum yfir af vítalínunni.39. mín | 76-82| Craion á vítalínunni. Hairston setti áðan annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Magnús Þór er farinn út af með fimm villur.39. mín | 76-81 | Marvin setur tvö vítaskot niður og kemur Stjörnunni fimm stigum yfir. Sjáum hvernig Keflvíkingar svara þessu.37. mín | 75-77 | Leikhlé. Stjarnan leiðir með tveimur stigum. Lokamínúturnar verða rosalegar!37. mín |73-75 | Jón Sverrisson kemur gestunum yfir. Hann hefur skilað mikilvægu framlagi, átta stigum og sex fráköstum og hefur auk þess verið duglegur að djöflast í Craion.34. mín |71-71| Marvin jafnar leikinn. Hann er búinn að eiga flottan leik; 13/9/3.33. mín | 69-67 | Guðmundur Jónsson skoraði áðan sína fyrstu þriggja stiga körfu í leiknum, eftir sjö misheppnaðar tilraunir fram að því. Stjarnan þarf fleiri stig frá Hairston.Þriðja leikhluta lokið | 64-61 | Craion skorar síðustu stig leikhlutans. Hann hefur verið frábær í leiknum. Magnús Þór tók sömuleiðis við sér í þriðja leikhluta og er kominn með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hjá Stjörnunni er Hairston með 12 stig og 15 fráköst og Shouse hefur skorað 20 stig og gefið sex stoðsendingar. Rosalegar tíu mínútur fram undan!29. mín| 59-56| Craion er búinn að vera mjög öflugur í leikhlutanum, en hann er kominn með 17 stig og 16 fráköst. Jón Sverrisson skoraði áðan sín fyrstu stig í leiknum.27. mín |55-50 | Magnús Þór með tvo þrista á skömmum tíma. Keflavík leiðir nú með fimm stigum.25. mín | 45-45 | Craion jafnar leikinn. Hann er kominn með níu stig og ellefu fráköst. Það er mikil barátta í Keflvíkingum hér í byrjun seinni hálfleiks og Stjörnumenn virðist slegnir.23. mín | 37-45 | Magnús Þór minnkar muninn í átta stig með sinni annarri þriggja stiga körfu. Það er mikill hasar í mönnum þessa stundina.Þriðji leikhluti hafinn| 32-43 | Sjáum hvort heimamenn nái að snúa taflinu sér í vil.Fyrri hálfleik lokið |32-43 | Ellefu stiga munur Stjörnunni í vil. Varnarleikur gestanna er sterkur og Keflvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að skora. Og þegar þeir hafa fengið opin skot þá hafa þeir ekki verið að setja þau niður. Valur Orri er stigahæstur heimamanna með sjö stig, en lykilmenn liðsins eiga mikið inni. Shouse hefur skorað mest Stjörnumanna, alls 17 stig og hefur auk þess stýrt sóknarleik sinna manna af myndarbrag. Hairston er með átta stig og 11 fráköst.19. mín |32-38| Leikhlé. Stjarnan enn sex stigum yfir. Heimamenn hafa ekki verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna, 5/21, eða 24%. Stjarnan er á meðan með 47% þriggja stiga nýtingu.17. mín | 29-35 | Stjarnan komin sex stigum yfir eftir þrista frá Degi og Marvin.16. mín | 29-29 | Gunnar kemur Keflavík yfir eftir hraðaupphlaup, en Dagur Kár svarar með þriggja stiga körfu.14. mín | 26-26 | Leikhlé. Magnús Þór setti sinn fyrsta þrist niður áðan. Craion er sömuleiðis kominn á blað. Sóknin hjá sókninni hefur verið að hiksta.12. mín | 19-22 | Valur Orri minnkar muninn í þrjú stig með góðri körfu. Craion er enn stigalaus hjá Keflavík.Fyrsta leikhluta lokið |14-22 | Stjarnan hefur verið sterkari aðilinn eins og tölurnar bera með sér. Shouse er stigahæstur Stjörnunnar með 11 stig, en Lewis og Arnar Freyr hafa skorað sex stig hvor fyrir Keflavík. Svo má geta þess að loftbolti hjá Magnúsi Þór vakti mikla kátínu hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar.9. mín | 11-17 | Lewis er kominn með tvo þrista. Vörn Keflavíkinga hefur verið að eflast. Magnús Þór er kominn inn á hjá heimamönnum og Björn Steinar Brynjólfsson og Jón Sverrisson hjá gestunum.7. mín | 8-14 | Dagur Kár fær tæknivillu. Stjarnan setti fjögur hraðaupphlaupsstig í röð.6. mín | 6-10 | Leikhléið virðist hafa haft tilætluð áhrif. Arnar skoraði fyrstu stig Keflavíkur utan af velli og Craion bætti svo tveimur stigum við.5. mín |1-10 | Stjarnan byrjar mun betur. Fannar og Justin hafa báðir sett niður þrista. Arnar Freyr skoraði eina stig heimamanna af vítalínunni. Falur og Jón taka leikhlé.1. mín | 0-2 | Hairston skorar fyrstu stig leiksins. Fyrsti leikhluti hafinn: Góða skemmtun!Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Leifur Garðarsson, Davíð Hreiðarsson og Halldór Geir Jensson.Fyrir leik: Þetta er þriðja árið í röð sem Keflavík og Stjarnan mætast í úrslitakeppninnar, en það hafa verið litlir kærleikar milliliðanna í þessum einvígjum. Stjarnan fór áfram í fyrra eftir svakalegan oddaleik í Garðabænum.Fyrir leik: Sé litið á uppstillingar liðanna, eftir +/- tölfræði, þá voru þeir Marvin Valdimarsson, Hairston, Dagur Kár Jónsson, Shouse og Fannar „besta“ lið Stjörnunnar, en Arnar Freyr, Craion, Lewis, Gunnar Ólafsson og Guðmundur Jónsson „besta“ lið Keflavíkur.Fyrir leik: Matthew Hairston var stigahæstur Stjörnunnar í vetur (21,6 stig) og tók flest fráköst (12,5), en Justin Shouse var með flestar stoðsendingar að meðaltali í leik, eða 6,9 talsins.Fyrir leik: Michael Craion hefur verið duglegur að fylla út tölfræðiskýrslur í vetur. Hann var bæði stiga- og frákastahæstur Keflvíkinga í deildarkeppninni, með 23,7 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik. Að auki var Craion að stela 2,4 boltum í leik , verja 2,3 skot og skotnýting hans var frábær, eða tæp 63%. Hann var sömuleiðis með 33,3 framlagsstig að meðaltali í leik, flest allra leikmanna Dominos deildarinnar.Fyrir leik: Keflavík vann báða leiki liðanna í deildinni, 88-63 í Ásgarði og 96-93 í TM höllinni eftir framlengdan leik. Michael Craion var atkvæðamestur Keflvíkinga í fyrri leiknum með 18 stig og 13 fráköst, en Fannar Freyr Helgason skoraði 13 stig fyrir Garðbæinga. Í seinni leiknum var Darrel Lewis stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig, Craion tók 14 fráköst og Arnar Freyr Jónsson gaf tíu stoðsendingar, á meðan Matthew Hairston skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og tók 11 fráköst.Fyrir leik: Andy Johnston þjálfari Keflavíkinga tekur út leikbann í kvöld, en honum var vísað út úr húsi í leik Keflavíkur og Snæfells í lokaumferð deildarinnar. Þá er Gunnar Stefánsson, aðstoðarþjálfari Andys, staddur erlendis vegna vinnu sinnar. Falur Harðarson og Jón Norðdal Hafsteinsson munu stjórna Keflavík í kvöld. Þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur og voru mjög sigursælir sem slíkir. Falur var einnig þjálfari liðsins, ásamt Guðjóni Skúlasyni, þegar það varð Íslandsmeistari fyrir áratug.Fyrir leik: Keflvíkingar unnu átján leiki í vetur og töpuðu fjórum, á meðan Garðbæingar unnu tíu og töpuðu tólf.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Sláturhúsinu í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Keflavík hafnaði 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í 7. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira