Lífið

Mick Jagger undirbýr jarðarför kærustunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rokkarinn Mick Jagger flaug frá Perth í Ástralíu til Los Angeles á dögunum í kjölfar andláts kærustu sinnar til tæplega þrettán ára, fatahönnuðarins L‘Wren Scott. L‘Wren framdi sjálfsmorð og fannst látin í íbúð sinni í New York síðasta mánudag.

Mick þurfti að aflýsa fjölda tónleika með hljómsveit sinni Rolling Stones og dvelur nú í Los Angeles að undirbúa jarðarför sinnar heittelskuðu.

Vinir hans og fjölskylda eru öll einnig í Los Angeles til að styðja tónlistarmanninn á þessum erfiðu tímum.

Ekki er ljóst hvenær jarðarför L‘Wren fer fram.


Tengdar fréttir

Rolling Stones fresta sjö tónleikum

Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma

Rolling Stones aflýsa tónleikum vegna andláts L'Wren Scott

Öldungarnir í Rolling Stones hafa ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Perth í Ástralíu sem halda átti á miðvikudag. Ástæðan er andlát kærustu söngvarans Mick Jagger, L'Wren Scott, en hún fannst á heimili sínu í New York í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×