Hálfgerð systkinatenging Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 09:30 Það var mikið hlegið og grínast í myndatökunni. Það var eins og þeir tíu úr hópnum sem mættu í myndatökuna hefðu þekkst í langan tíma en flestir eru nýbúnir að kynnast. Frá vinstri efri röð: Laufey, Kristín, Hafsteinn, Karen, Fanný og Axel. Frá vinstri neðri röð: Stefán, Dagný, Júlíus og Gullý. vísir/valli Þau 59 börn sem ættleidd voru frá Indónesíu til íslenskra fjölskyldna á árunum 1981 til 1983 komu flestöll frá sama fósturheimili þar í landi. Fáein börn höfðu verið ættleidd fyrir þennan tíma í gegnum þriðja land. Fyrir nokkrum árum var stofnaður hópur á Facebook fyrir þennan hóp og eru nú fimmtíu manns meðlimir á þeirri síðu, þar á meðal Júlíus Þór Sigurjónsson og Laufey Karítas Einarsdóttir. Júlíus: „Það var lítið sem gerðist fyrstu árin. Við vorum aðallega að safna saman fólki og bjóða því að vera með í hópnum á Facebook. En svo setti ég nokkrar spurningar á síðuna í haust sem kveiktu líflegar umræður og þá fórum við að ræða það að hittast í fyrsta skipti.“ Laufey: „Það byrjaði meðal annars umræða um nöfnin okkar en við eigum öll nöfn frá Indónesíu. Ég hét til dæmis Silvana og skírði elstu dóttur mína því nafni. Svo töluðum við um fósturheimilið sem við vorum flest á og skiptumst á upplýsingum sem við höfum um okkur og uppruna okkar.“ Með kolsvartan húmor Það var langt því frá að allir í hópnum þekktust þótt þau hafi mörg vitað hvert af öðru í gegnum árin. Ákveðið var að fara saman út að borða og þrettán komust á þennan fyrsta fund hópsins. Laufey og Júlíus eru sammála um að kvöldið hafi heppnast vel og búið er að ákveða að hittast næst með mökum og börnum fljótlega eftir jól. Laufey: „Það var mjög fyndið en fyrst eftir að ég kom á veitingastaðinn þá sat ég og reyndi að muna nöfnin en varð alveg ringluð og fannst bara allir vera svo líkir. Júlíus: „Já, við eigum ýmislegt sameiginlegt. Erum flest lágvaxin og náttúrulega svipuð í útliti. Svo komumst við að því að við erum mjög skipulögð, með vott af fullkomnunaráráttu, flest vel menntuð og mjög mörg að vinna með börnum.“ Laufey: „Og öll með góðan húmor fyrir sjálfum okkur. Ég hef alltaf haft húmor fyrir því þegar fólk heldur eitthvað annað um mig út frá útlitinu, til dæmis að mér er alltaf heilsað af asísku fólki og það byrjar að tala við mig á eigin tungu. Ég hélt ég þyrfti að passa að vera ekki of groddaleg til að móðga engan en svo eru allir í hópnum með kolsvartan húmor fyrir sjálfum sér.“ Júlíus: „Við létum alveg eins og asnar á veitingastaðnum. Stór hópur af Íslendingum sem litu allir eins út. Við spurðum hópinn á næsta borði hvaðan þau væru eiginlega ættleidd og grínuðumst með að enda kvöldið í karókí.“ Laufey: „Ég fór og hitti vinkonur mínar eftir matinn og hópurinn kom svo og hitti okkur. Þegar þau löbbuðu inn á staðinn, heilt gengi af alveg eins fólki, sagði ég við vinkonurnar: „Þarna koma systkini mín,“ og sprakk úr hlátri. Júlíus: „Það eru reyndar nokkrir vinir innan hópsins sem hafa vanist því að segjast vera systkini þegar þau eru spurð, enda gerir fólk bara ráð fyrir því. Þá er bara einfaldara að segja já. Ætli það sé ekki svolítil systkinatenging á milli okkar, alla vega vorum við að hlæja að því að af sextíu manna hópi á sama aldri hefur ekkert okkar nokkurn tímann parast saman. Við virðumst bara ekki heillast hvert af öðru.“ Laufey og Júlíus hafa þekkst frá æsku en þau voru saman í grunnskóla og var oft ályktað að þau væru systkini.vísir/valli Snýst ekki um að finna ræturnar Hvorki Laufey né Júlíus segjast finna fyrir fordómum eða truflun vegna útlitsins þótt stundum sé haldið að þau séu útlendingar eða alveg þar til þau byrja að tala íslenskuna. Júlíus gekk í gegnum tímabil í kringum tvítugt þegar hann var viðkvæmur fyrir því að vera ruglað saman við innflytjendur frá Asíu en hann segir það hafa verið fyrst og fremst byggt á hans eigin fordómum. Júlíus: „Ég passaði mig að tala íslenskuna rosalega hátt og skýrt, og lét alla vita að mér fyndist bjúgu, svið og skata rosalega góður matur. Ég rembdist við að vera íslenskari en allt, en ég er löngu kominn yfir slíkt og er orðinn vanur alls kyns spurningum án þess að kippa mér upp við það. Enda er ég grunnskólakennari, meira að segja íslenskukennari, það vekur spurningar hjá bæði nemendum og foreldrum.“ Laufey: „Ég held að þessi tímasetning núna, þegar maður er kominn með fjölskyldu og orðinn öruggur í eigin skinni, sé mjög góð til að hitta aðra í sömu stöðu. Það að eiga börn er ein stærsta ástæðan fyrir því að mig langaði að vera hluti af þessum hópi. Stelpurnar mínar fá alveg sömu athugasemdir og ég hef fengið í gegnum tíðina og er til dæmis hrósað fyrir að tala góða íslensku og spurðar hvaðan þær séu. Mig langar að þær kynnist börnum sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, og með svipað útlit.“ Júlíus: „Ég sé þetta sem tengslanet til frambúðar og einmitt fyrir börnin. Við eigum ekkert að vera feimin við að vera hópur af ættleiddum einstaklingum, það er engin skömm að vera ættleiddur og ég vona að við verðum fyrirmynd fyrir aðra. Því hópurinn snýst ekki um að finna ræturnar, tala látlaust um Indónesíu, borða indónesískan mat og skipuleggja leit að líffræðilegum foreldrum. Ég hef til dæmis engan áhuga á að finna einhverjar rætur í Indónesíu. Ekki nokkurn. En mig langar alveg að heimsækja landið.“ Laufey: „Mig líka, kannski förum við bara allur hópurinn saman. Ég fann það áður en ég átti stelpurnar mínar að þá blundaði meiri forvitni í mér að hitta fólk líkt mér, eitthvað sem ég gæti tengt við, enda er ég auðvitað ekki lík neinum í fjölskyldunni. En svo eftir að ég eignaðist börn sjálf varð ég rólegri því þá fann ég þessa tengingu. Nú erum við heill hópur og eigum flest börn og þá er komin enn meiri tenging.“ Eftir spjall við Laufeyju og Júlíus hittum við aðra í hópnum sem mættu í myndatöku. Það vantaði svo sannarlega ekki húmorinn í liðið og voru miklar pælingar um hverjir væru hæstir í hópnum og ættu að standa aftast í tökunni, en þar sem nær allir eru jafn lágvaxnir þurftu einhverjir að standa á tám og á kössum. Þegar ljósmyndarinn var loksins búinn að koma öllum saman var hann sleginn út af laginu með spurningunni: „Líður þér eins og þú sért í tökum fyrir Nings-auglýsingu?“ og svo var skellihlegið. Það er óhætt að segja að þessi hressi og afslappaði hópur tekur sjálfan sig ekki sérlega hátíðlega. Félagsskapurinn til fyrirmyndar Misjafnt er hvaða lönd Íslensk ættleiðing er með samning við hverju sinni og því algengt að börn sem eru ættleidd frá sama landi séu á sama aldursbili. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, fagnar frumkvæði indónesíska hópsins og vonar að fleiri hópar taki hann sér til fyrirmyndar. Síðustu tvö ár hefur félagið eflt félagsstarf og fræðslu til muna og mun hópastarf með 10-12 ára krökkum hefjast eftir áramót. Særstu hópar Íslenskrar ættleiðingar 2007-2014: 16 börn frá Tékklandi 2002-2014: 174 börn frá Kína 1995-2001: 18 börn frá Rúmeníu 1986-2007: 64 börn frá Indlandi 9. áratugurinn: 84 börn frá Srí Lanka 1981-1983: 59 börn frá Indónesíu Frá upphafi 9. Áratugarins: 28 börn frá Kólumbíu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þau 59 börn sem ættleidd voru frá Indónesíu til íslenskra fjölskyldna á árunum 1981 til 1983 komu flestöll frá sama fósturheimili þar í landi. Fáein börn höfðu verið ættleidd fyrir þennan tíma í gegnum þriðja land. Fyrir nokkrum árum var stofnaður hópur á Facebook fyrir þennan hóp og eru nú fimmtíu manns meðlimir á þeirri síðu, þar á meðal Júlíus Þór Sigurjónsson og Laufey Karítas Einarsdóttir. Júlíus: „Það var lítið sem gerðist fyrstu árin. Við vorum aðallega að safna saman fólki og bjóða því að vera með í hópnum á Facebook. En svo setti ég nokkrar spurningar á síðuna í haust sem kveiktu líflegar umræður og þá fórum við að ræða það að hittast í fyrsta skipti.“ Laufey: „Það byrjaði meðal annars umræða um nöfnin okkar en við eigum öll nöfn frá Indónesíu. Ég hét til dæmis Silvana og skírði elstu dóttur mína því nafni. Svo töluðum við um fósturheimilið sem við vorum flest á og skiptumst á upplýsingum sem við höfum um okkur og uppruna okkar.“ Með kolsvartan húmor Það var langt því frá að allir í hópnum þekktust þótt þau hafi mörg vitað hvert af öðru í gegnum árin. Ákveðið var að fara saman út að borða og þrettán komust á þennan fyrsta fund hópsins. Laufey og Júlíus eru sammála um að kvöldið hafi heppnast vel og búið er að ákveða að hittast næst með mökum og börnum fljótlega eftir jól. Laufey: „Það var mjög fyndið en fyrst eftir að ég kom á veitingastaðinn þá sat ég og reyndi að muna nöfnin en varð alveg ringluð og fannst bara allir vera svo líkir. Júlíus: „Já, við eigum ýmislegt sameiginlegt. Erum flest lágvaxin og náttúrulega svipuð í útliti. Svo komumst við að því að við erum mjög skipulögð, með vott af fullkomnunaráráttu, flest vel menntuð og mjög mörg að vinna með börnum.“ Laufey: „Og öll með góðan húmor fyrir sjálfum okkur. Ég hef alltaf haft húmor fyrir því þegar fólk heldur eitthvað annað um mig út frá útlitinu, til dæmis að mér er alltaf heilsað af asísku fólki og það byrjar að tala við mig á eigin tungu. Ég hélt ég þyrfti að passa að vera ekki of groddaleg til að móðga engan en svo eru allir í hópnum með kolsvartan húmor fyrir sjálfum sér.“ Júlíus: „Við létum alveg eins og asnar á veitingastaðnum. Stór hópur af Íslendingum sem litu allir eins út. Við spurðum hópinn á næsta borði hvaðan þau væru eiginlega ættleidd og grínuðumst með að enda kvöldið í karókí.“ Laufey: „Ég fór og hitti vinkonur mínar eftir matinn og hópurinn kom svo og hitti okkur. Þegar þau löbbuðu inn á staðinn, heilt gengi af alveg eins fólki, sagði ég við vinkonurnar: „Þarna koma systkini mín,“ og sprakk úr hlátri. Júlíus: „Það eru reyndar nokkrir vinir innan hópsins sem hafa vanist því að segjast vera systkini þegar þau eru spurð, enda gerir fólk bara ráð fyrir því. Þá er bara einfaldara að segja já. Ætli það sé ekki svolítil systkinatenging á milli okkar, alla vega vorum við að hlæja að því að af sextíu manna hópi á sama aldri hefur ekkert okkar nokkurn tímann parast saman. Við virðumst bara ekki heillast hvert af öðru.“ Laufey og Júlíus hafa þekkst frá æsku en þau voru saman í grunnskóla og var oft ályktað að þau væru systkini.vísir/valli Snýst ekki um að finna ræturnar Hvorki Laufey né Júlíus segjast finna fyrir fordómum eða truflun vegna útlitsins þótt stundum sé haldið að þau séu útlendingar eða alveg þar til þau byrja að tala íslenskuna. Júlíus gekk í gegnum tímabil í kringum tvítugt þegar hann var viðkvæmur fyrir því að vera ruglað saman við innflytjendur frá Asíu en hann segir það hafa verið fyrst og fremst byggt á hans eigin fordómum. Júlíus: „Ég passaði mig að tala íslenskuna rosalega hátt og skýrt, og lét alla vita að mér fyndist bjúgu, svið og skata rosalega góður matur. Ég rembdist við að vera íslenskari en allt, en ég er löngu kominn yfir slíkt og er orðinn vanur alls kyns spurningum án þess að kippa mér upp við það. Enda er ég grunnskólakennari, meira að segja íslenskukennari, það vekur spurningar hjá bæði nemendum og foreldrum.“ Laufey: „Ég held að þessi tímasetning núna, þegar maður er kominn með fjölskyldu og orðinn öruggur í eigin skinni, sé mjög góð til að hitta aðra í sömu stöðu. Það að eiga börn er ein stærsta ástæðan fyrir því að mig langaði að vera hluti af þessum hópi. Stelpurnar mínar fá alveg sömu athugasemdir og ég hef fengið í gegnum tíðina og er til dæmis hrósað fyrir að tala góða íslensku og spurðar hvaðan þær séu. Mig langar að þær kynnist börnum sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, og með svipað útlit.“ Júlíus: „Ég sé þetta sem tengslanet til frambúðar og einmitt fyrir börnin. Við eigum ekkert að vera feimin við að vera hópur af ættleiddum einstaklingum, það er engin skömm að vera ættleiddur og ég vona að við verðum fyrirmynd fyrir aðra. Því hópurinn snýst ekki um að finna ræturnar, tala látlaust um Indónesíu, borða indónesískan mat og skipuleggja leit að líffræðilegum foreldrum. Ég hef til dæmis engan áhuga á að finna einhverjar rætur í Indónesíu. Ekki nokkurn. En mig langar alveg að heimsækja landið.“ Laufey: „Mig líka, kannski förum við bara allur hópurinn saman. Ég fann það áður en ég átti stelpurnar mínar að þá blundaði meiri forvitni í mér að hitta fólk líkt mér, eitthvað sem ég gæti tengt við, enda er ég auðvitað ekki lík neinum í fjölskyldunni. En svo eftir að ég eignaðist börn sjálf varð ég rólegri því þá fann ég þessa tengingu. Nú erum við heill hópur og eigum flest börn og þá er komin enn meiri tenging.“ Eftir spjall við Laufeyju og Júlíus hittum við aðra í hópnum sem mættu í myndatöku. Það vantaði svo sannarlega ekki húmorinn í liðið og voru miklar pælingar um hverjir væru hæstir í hópnum og ættu að standa aftast í tökunni, en þar sem nær allir eru jafn lágvaxnir þurftu einhverjir að standa á tám og á kössum. Þegar ljósmyndarinn var loksins búinn að koma öllum saman var hann sleginn út af laginu með spurningunni: „Líður þér eins og þú sért í tökum fyrir Nings-auglýsingu?“ og svo var skellihlegið. Það er óhætt að segja að þessi hressi og afslappaði hópur tekur sjálfan sig ekki sérlega hátíðlega. Félagsskapurinn til fyrirmyndar Misjafnt er hvaða lönd Íslensk ættleiðing er með samning við hverju sinni og því algengt að börn sem eru ættleidd frá sama landi séu á sama aldursbili. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, fagnar frumkvæði indónesíska hópsins og vonar að fleiri hópar taki hann sér til fyrirmyndar. Síðustu tvö ár hefur félagið eflt félagsstarf og fræðslu til muna og mun hópastarf með 10-12 ára krökkum hefjast eftir áramót. Særstu hópar Íslenskrar ættleiðingar 2007-2014: 16 börn frá Tékklandi 2002-2014: 174 börn frá Kína 1995-2001: 18 börn frá Rúmeníu 1986-2007: 64 börn frá Indlandi 9. áratugurinn: 84 börn frá Srí Lanka 1981-1983: 59 börn frá Indónesíu Frá upphafi 9. Áratugarins: 28 börn frá Kólumbíu
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira