Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 23:55 Kristborgu Bóel Steindórsdóttur hefur ritað opið bréf til Velferðarráðuneytisins. mynd/kox/ap „Mig langar óskaplega til þess að fá að ræða við ykkur tiltekið mál – fæðingarorlof- og fæðingarorlofsgreiðslur, en ég eignaðist mitt fjórða barn í júní. Ég hef lagt mig alla fram, en það er alveg sama hve oft ég reikna dæmið, það bara vill ekki ganga upp hjá mér.“ Svona hefst opið bréf frá Kristborgu Bóel Steindórsdóttur, ritstjóra vikublaðsins Austurgluggans, til Velferðarráðuneytisins en hún birtir það á bloggsíðu sinni. Bréfið ber nafnið; Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? „Þess ber þó að geta að stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið, en ég hef heldur ekki enn hitt þann einstakling sem er í fæðingarorlofi og með peningamálin í lagi.“ Kristborg fer vel yfir fyrirkomulag fæðingar og feðraorlofs í bréfi sínu og spyr síðan hvernig dæmið geti gengið upp. „Ef við byrjum bara á því að hugsa um tímarammann. Níu mánuðir. Hér á Reyðarfirði er ekki starfandi dagmóðir, en við erum hins vegar svo heppin að börnin okkar komast inn i leikskólann um eins árs aldurinn. Þarna myndast strax þriggja mánaða gat, fyrir utan að mér skilst að fullt verð hjá dagmóður sé það hátt að tekjurnar þurfi að vera ansi góðar til þess að það hreinlega borgi sig að fara að vinna.“ Kristborg segir að til þess að þurfa ekki að taka barnið með sér í vinnuna sé í flestum tilfellum nauðsynlegt að deila greiðslunum niður á fleiri mánuði en þessa níu. „Hvað gerist þá? Jú, prósentutala launa lækkar enn frekar. Rekstur heimilis á Íslandi í dag er ekkert grín, burt séð frá fæðingarorlofi. Húsnæðis- og leiguverð er svimandi, svo virðist sem allt sé gullhúðað í matarkörfunni, auk þess sem útgjöldin sem tínast til virðast botnlaus.“ Fram kemur í bréfinu að hún og fjölskyldan hennar lifi ekki hátt alla jafna. „Við eigum ekki húsnæði heldur leigjum allt of litla íbúð, en þröngt mega jú sáttir sitja. Við förum ekki til útlanda (þar sem við höfum ekki efni á því) og erum ekki að kaupa okkur dýr húsgögn eða föt. Matarkarfan inniheldur hvorki lautalundir né kavíar, aðeins það nauðsynlegasta.“ Kristborg segir það verulega þreytandi að ná ekki endum saman ár eftir ár, en í fæðingarorlofinu taki steininn alveg úr. „Mig langar svo óskaplega að vita hvernig þetta er hugsað og hverjum datt í hug að það væri frábær hugmynd að fjölskylda tæki á sig verulega tekjuskerðingu með stækkandi fjölskyldu og þar af leiðandi auknum útgjöldum? Þetta er mér algerlega hulin ráðgáta.“ Höfundurinn telur það einnig alvarlegt hversu stór hluti kvenna upplifi depurð eftir barnsfæðingu, sem auðveldlega gæti þróast í fæðingaþunglyndi. „Eins dásamlegt og nýja hlutverkið er reynist fjölmörgum það erfitt, en hormónarnir okkar fara víst á flipp við þetta allt saman. Fyrst við erum á persónulegu nótunum get ég alveg sagt ykkur að ég finn fyrir þessum tilfinningum núna, eins rífandi stolt og hamingjusöm ég er með barnið mitt. Ég get líka viðurkennt að það gerir ekkert fyrir mig eða mína andlegu líðan að vera auk þess að drulla á mig af peningaáhyggjum alla daga.“ Í lok bréfsins segir Kristborg; „P.s. Ekki er það nú heldur svo gott að manni leyfist nokkur sjálfsbjargarviðleitni sem gæti falið í sér að að taka að sér einhverja verktakavinnu og þá hugsanlega lifa af. Nei, þá verður allt vitlaust í kerfinu. P.p.s. Ef einhver veit um smá svarta vinnu handa mér sem hægt er að sinna með ungabarni, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram. Svona áður en ég þarf að fara að selja úr mér líffæri. Nú eða sjálfa mig.“ Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Mig langar óskaplega til þess að fá að ræða við ykkur tiltekið mál – fæðingarorlof- og fæðingarorlofsgreiðslur, en ég eignaðist mitt fjórða barn í júní. Ég hef lagt mig alla fram, en það er alveg sama hve oft ég reikna dæmið, það bara vill ekki ganga upp hjá mér.“ Svona hefst opið bréf frá Kristborgu Bóel Steindórsdóttur, ritstjóra vikublaðsins Austurgluggans, til Velferðarráðuneytisins en hún birtir það á bloggsíðu sinni. Bréfið ber nafnið; Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? „Þess ber þó að geta að stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið, en ég hef heldur ekki enn hitt þann einstakling sem er í fæðingarorlofi og með peningamálin í lagi.“ Kristborg fer vel yfir fyrirkomulag fæðingar og feðraorlofs í bréfi sínu og spyr síðan hvernig dæmið geti gengið upp. „Ef við byrjum bara á því að hugsa um tímarammann. Níu mánuðir. Hér á Reyðarfirði er ekki starfandi dagmóðir, en við erum hins vegar svo heppin að börnin okkar komast inn i leikskólann um eins árs aldurinn. Þarna myndast strax þriggja mánaða gat, fyrir utan að mér skilst að fullt verð hjá dagmóður sé það hátt að tekjurnar þurfi að vera ansi góðar til þess að það hreinlega borgi sig að fara að vinna.“ Kristborg segir að til þess að þurfa ekki að taka barnið með sér í vinnuna sé í flestum tilfellum nauðsynlegt að deila greiðslunum niður á fleiri mánuði en þessa níu. „Hvað gerist þá? Jú, prósentutala launa lækkar enn frekar. Rekstur heimilis á Íslandi í dag er ekkert grín, burt séð frá fæðingarorlofi. Húsnæðis- og leiguverð er svimandi, svo virðist sem allt sé gullhúðað í matarkörfunni, auk þess sem útgjöldin sem tínast til virðast botnlaus.“ Fram kemur í bréfinu að hún og fjölskyldan hennar lifi ekki hátt alla jafna. „Við eigum ekki húsnæði heldur leigjum allt of litla íbúð, en þröngt mega jú sáttir sitja. Við förum ekki til útlanda (þar sem við höfum ekki efni á því) og erum ekki að kaupa okkur dýr húsgögn eða föt. Matarkarfan inniheldur hvorki lautalundir né kavíar, aðeins það nauðsynlegasta.“ Kristborg segir það verulega þreytandi að ná ekki endum saman ár eftir ár, en í fæðingarorlofinu taki steininn alveg úr. „Mig langar svo óskaplega að vita hvernig þetta er hugsað og hverjum datt í hug að það væri frábær hugmynd að fjölskylda tæki á sig verulega tekjuskerðingu með stækkandi fjölskyldu og þar af leiðandi auknum útgjöldum? Þetta er mér algerlega hulin ráðgáta.“ Höfundurinn telur það einnig alvarlegt hversu stór hluti kvenna upplifi depurð eftir barnsfæðingu, sem auðveldlega gæti þróast í fæðingaþunglyndi. „Eins dásamlegt og nýja hlutverkið er reynist fjölmörgum það erfitt, en hormónarnir okkar fara víst á flipp við þetta allt saman. Fyrst við erum á persónulegu nótunum get ég alveg sagt ykkur að ég finn fyrir þessum tilfinningum núna, eins rífandi stolt og hamingjusöm ég er með barnið mitt. Ég get líka viðurkennt að það gerir ekkert fyrir mig eða mína andlegu líðan að vera auk þess að drulla á mig af peningaáhyggjum alla daga.“ Í lok bréfsins segir Kristborg; „P.s. Ekki er það nú heldur svo gott að manni leyfist nokkur sjálfsbjargarviðleitni sem gæti falið í sér að að taka að sér einhverja verktakavinnu og þá hugsanlega lifa af. Nei, þá verður allt vitlaust í kerfinu. P.p.s. Ef einhver veit um smá svarta vinnu handa mér sem hægt er að sinna með ungabarni, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram. Svona áður en ég þarf að fara að selja úr mér líffæri. Nú eða sjálfa mig.“
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira