Hún er búin að semja við pólska liðið CCC Polkowice sem kemur frá samnefndum 22.000 manna bæ í austurhluta landsins.
Polkowice hafnaði í öðru efstu deildar Póllands á síðustu leiktíð, en komst ekki í lokaúrslitin.
Þetta er þriðja liðið sem Helena leikur með á atvinnumannaferlinum, en áður var hún á mála hjá Good Angels í Slóvakíu og nú síðast hjá DVTK Miskolc í Ungverjalandi.
Helena skrifaði undir samninginn í dag, en á Twitter-síðu sinni birtir hún mynd af pappírunum og segist vera spennt.
Excited!pic.twitter.com/QNJ3xeR4yS
— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) August 27, 2014