Serena vann í tveimur settum; 6-3 og 6-3, en þetta er í þriðja sinn sem hún fagnar sigri í New York. Hún vann sinn fyrsta risatitil á sama móti fyrir fimmtán árum síðan.
Þetta er 18. risatitilinn sem Serena Williams vinnur á ferlinum, en með því jafnaði hún við goðsgögnina Martinu Navrativu. SteffiGraf hefur unnið þá felsta eða 22 talsins.
Það verður því einhver bið á því að hin 24 ára gamla Caroline Wozniacki vinni sinn fyrsta risatitil, en þetta var í annað skiptið sem hún kemst í úrslit á opna bandaríska.


