Viðskipti innlent

Kristín Vala nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Vala Matthíasdóttir.
Kristín Vala Matthíasdóttir. mynd/aðsend
Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands var Kristín Vala Matthíasdóttir kjörin nýr formaður félagsins. Kristín Vala er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Hún hefur starfað sem efnaverkfræðingur HS Orku undanfarin þrjú ár. Áður starfaði Kristín Vala hjá Magma á Íslandi, Geysi Green Energy, Enex og VSÓ Ráðgjöf. Kristín Vala hefur setið í stjórn Jarðhitafélagsins sem varaformaður stjórnar síðan 2012.

Hún tekur við formennsku af Bjarna Pálssyni, deildarstjóra virkjanadeildar Landsvirkjunar, en hann hefur gegnt formennsku frá aðalfundi 2012.

Þá voru kjörnir nýir í stjórn félagsins þeir Egill Júlíusson frá Landsvirkjun og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku, en úr stjórn gengu þeir Bjarni Pálsson og Gústaf Adolf Skúlason.

Áfram sitja jafnframt í stjórn þau Claus Ballzus frá Mannviti, Hildigunnur H. Thorsteinsson frá Orkuveitu Reykjavíkur, Magnús Þór Jónsson frá Háskóla Íslands og Magnús Ólafsson frá ÍSOR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×