
Þau Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill, Anthony Daniels, Peter Mayhew og Kenny Baker fara öll með hlutverk í myndinni, en þau léku í fyrstu myndunum þremur sem komu út á árunum 1977 til 1983.
„Það er bæði spennandi og súrrealískt að sjá þessa ástsælu gömlu leikara vinna með þessum frábæru nýju leikurum,“ segir J.J. Abrams, leikstjóri myndarinnar, en tökur á henni hefjast á næstu vikum.
Star Wars: Episode VII verður frumsýnd jólin 2015.