60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2014 11:07 Hrafn með væna bleikju úr Kolku Hjaltadalsá og Kolka hafa ekki fengið mikla umfjöllun undanfarin ár einhverra hluta vegna þrátt fyrir að vera gjöfult veiðisvæði. Í ánni er bæði lax og sjóbleikja, sem getur orðið mjög væn en algengt er að sjá bleikjur allt að 60 sm í ánni. Það er geysilega mikil áskorun að veiða neðra svæðið þar sem þar er bæði hratt rennsli og harðir strengir sem oft geyma lax en áskorunin fellst ekki endilega í því að fá laxinn til að taka heldur að ná honum á land. Þegar vænn tveggja ára lax tekur fluguna og leggst svo í strauminn er eins gott að hafa góða tauma og sterkar stangir því átökin geta verið svakaleg. Algengt er að heyra af mönnum sem hafa sett í væna laxa en þunginn verið slíkur að það réttist úr krókunum í átökunum. Stóra bleikjan sem kemur fyrst er fljót upp ánna og leggst þar í hylji og oft í miklu magni. Hrafn H. Hauksson og félagi hans Jóhann Freyr voru við veiðar í ánni og það er óhætt að segja að þeim félögum hafi gengið vel. Eins og sést á myndunum sem fylgja fréttinni eru bleikjurnar mjög vænar og koma greinilega vel haldnar í ánna. Þess ber að geta að þar sem þetta er hrygningarbleikja slepptu þeir félagar öllum bleikjunum aftur og er það til fyrirmyndar á svæði sem þessu þar sem ofveiði getur oft gengið að því dauðu ef allt er drepið. Þeir félagar sendu okkur smá pistil sem við deilum hér með ykkur.Við lögðum af stað á laugardagsmorgunn, komnir í hús um hádegi og byrjaðir um 2. Við heyrðum í leigutakanum fyrir ferðina en hann sagði að á neðri svæðunum (neðan við þjóðveg) væri slatti af laxi. Þegar við komum á svæðið var áin mjög vantsmikil, svo vatnsmikil að helstu laxastaðir voru óveiðanlegir svo við ákváðum að fara uppeftir og eltast við stóru hrygningarbleikjuna sem á þessum tíma er efst á svæðinu. Þegar svona mikið er í ánni á bleikjan það til að leita upp í kíla og litlar kvíslar úr ánni. Það var einmitt raunin en eftir nokkra göngu og smá tíma við veiðar fundum við hyl sem var fullur af bleikju. Úr þessum hyl veiddum við 12 stórar bleikjur, allar nema ein yfir 50 cm, þar af tvær 60 cm. Takan datt niður eftir smá tíma svo við færðum okkur aðeins ofar. Þar var annar hylur sem var einnig fullur af fiski. Þar tókum við 7 bleikjur, allar svipað stórar.Við ákváðum að eyða síðustu klukkutímum dagsins í að reyna við laxinn. Lítið gekk það enda áin mjög vatnsmikil. Við misstum einn smálax í Berghyl (6) en ekkert meira. Við sváfum út daginn eftir og byrjuðum ekki fyrr en um 10. Áður en við héldum í hyljina tvo reyndum við nokkra aðra og höfðum uppúr krafsinu 3 bleikjur, meðal annars stærstu bleikju ferðarinnar! 64 cm sjóbleikja! Í kringum 6 pund skutum við á. Hinar tvær voru alls ekki síðri eða 57 og 59 cm!Á sunnudeginum enduðum við í 15 fiskum. Túrinn endaði semsagt í 34 boltableikjum! Svo mikið var af bleikju í þessum hyljum að við skiptumst bara á að taka fisk og sjaldnast leið meira en 10 mínútur á milli fiska... og þessir fiskar voru sko ekkert slor, ég var með meðallengd upp á rúma 54 cm eða ca 4 pund! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Hjaltadalsá og Kolka hafa ekki fengið mikla umfjöllun undanfarin ár einhverra hluta vegna þrátt fyrir að vera gjöfult veiðisvæði. Í ánni er bæði lax og sjóbleikja, sem getur orðið mjög væn en algengt er að sjá bleikjur allt að 60 sm í ánni. Það er geysilega mikil áskorun að veiða neðra svæðið þar sem þar er bæði hratt rennsli og harðir strengir sem oft geyma lax en áskorunin fellst ekki endilega í því að fá laxinn til að taka heldur að ná honum á land. Þegar vænn tveggja ára lax tekur fluguna og leggst svo í strauminn er eins gott að hafa góða tauma og sterkar stangir því átökin geta verið svakaleg. Algengt er að heyra af mönnum sem hafa sett í væna laxa en þunginn verið slíkur að það réttist úr krókunum í átökunum. Stóra bleikjan sem kemur fyrst er fljót upp ánna og leggst þar í hylji og oft í miklu magni. Hrafn H. Hauksson og félagi hans Jóhann Freyr voru við veiðar í ánni og það er óhætt að segja að þeim félögum hafi gengið vel. Eins og sést á myndunum sem fylgja fréttinni eru bleikjurnar mjög vænar og koma greinilega vel haldnar í ánna. Þess ber að geta að þar sem þetta er hrygningarbleikja slepptu þeir félagar öllum bleikjunum aftur og er það til fyrirmyndar á svæði sem þessu þar sem ofveiði getur oft gengið að því dauðu ef allt er drepið. Þeir félagar sendu okkur smá pistil sem við deilum hér með ykkur.Við lögðum af stað á laugardagsmorgunn, komnir í hús um hádegi og byrjaðir um 2. Við heyrðum í leigutakanum fyrir ferðina en hann sagði að á neðri svæðunum (neðan við þjóðveg) væri slatti af laxi. Þegar við komum á svæðið var áin mjög vantsmikil, svo vatnsmikil að helstu laxastaðir voru óveiðanlegir svo við ákváðum að fara uppeftir og eltast við stóru hrygningarbleikjuna sem á þessum tíma er efst á svæðinu. Þegar svona mikið er í ánni á bleikjan það til að leita upp í kíla og litlar kvíslar úr ánni. Það var einmitt raunin en eftir nokkra göngu og smá tíma við veiðar fundum við hyl sem var fullur af bleikju. Úr þessum hyl veiddum við 12 stórar bleikjur, allar nema ein yfir 50 cm, þar af tvær 60 cm. Takan datt niður eftir smá tíma svo við færðum okkur aðeins ofar. Þar var annar hylur sem var einnig fullur af fiski. Þar tókum við 7 bleikjur, allar svipað stórar.Við ákváðum að eyða síðustu klukkutímum dagsins í að reyna við laxinn. Lítið gekk það enda áin mjög vatnsmikil. Við misstum einn smálax í Berghyl (6) en ekkert meira. Við sváfum út daginn eftir og byrjuðum ekki fyrr en um 10. Áður en við héldum í hyljina tvo reyndum við nokkra aðra og höfðum uppúr krafsinu 3 bleikjur, meðal annars stærstu bleikju ferðarinnar! 64 cm sjóbleikja! Í kringum 6 pund skutum við á. Hinar tvær voru alls ekki síðri eða 57 og 59 cm!Á sunnudeginum enduðum við í 15 fiskum. Túrinn endaði semsagt í 34 boltableikjum! Svo mikið var af bleikju í þessum hyljum að við skiptumst bara á að taka fisk og sjaldnast leið meira en 10 mínútur á milli fiska... og þessir fiskar voru sko ekkert slor, ég var með meðallengd upp á rúma 54 cm eða ca 4 pund!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði