Lífið

Frumsýning á Vísi: "Þegar ég var að keppa í fitness fannst mér ég aldrei nógu flottur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir í dag stiklu fyrir stuttmyndina Fellum grímuna en myndin er fyrsta verkefni fyrirtækisins Ekta Ísland sem er í eign Jóhönnu Jakobsdóttur og Sigurbjargar Bergsdóttur.

Í stuttmyndinni stíga þjóðþekktir einstaklingar fram og lýsa baráttu sinni við meðal annars kvíða, meðvirkni og fullkomnunaráráttu. Fjöldinn allur af fólki tjáir sig í myndinni en í meðfylgjandi stiklu sjáum við meðal annars bardagakappann Gunnar Nelson, skemmtikraftana Audda, Sveppa og Önnu Svövu, vöðvabúntið Arnar Grant, söngvarann Pál Óskar, söngkonuna Þórunni Antoníu og Crossfit-drottninguna Annie Mist.

Leikstjórar eru Baldvin Z, Sigurbjörg Bergsdóttir og Jóhanna Jakobsdóttir. Jóhanna og Sigurbjörg eru jafnframt framleiðendur myndarinnar. Handrit og leikstjórn gamansketsa í myndinni var í höndum Arnórs Pálma en tónlistin í myndinni er eftir Agga Friðbertsson og Sigrúnu Stellu Bessason.


Tengdar fréttir

Við erum öll mannleg

Fyrirtækið Ekta Ísland hefur gert stuttmyndina Fellum grímuna. Þar stíga þjóðþekktir einstaklingar fram og segja frá vandamálum sem þeir glíma við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.