Lífið

Platauglýsing fyrir svifbretti

Ugla Egilsdóttir skrifar
Christopher Lloyd er andlit HUVr-svifbretta.
Christopher Lloyd er andlit HUVr-svifbretta. VÍSIR/GETTY
Í platauglýsingu frá platfyrirtæki er kynnt til sögunnar fyrsta línan af svifbrettum. Fyrirtæki sem kallar sig HUVr heldur því fram að því hafi tekist að framleiða svifbretti og hefur búið til kynningarmyndbönd fyrir þessa vöru sína. Á vefsíðu fyrirtækisins er saga þess rakin til sumarnámskeiðs við eðlisfræðideild MIT-háskólans í Bandaríkjunum, sem hafi heppnast fram úr væntingum þátttakenda. 

Á vefsíðunni Paleofuture er hinsvegar bent á að þeir sem segjast í myndbandinu vera vísindamennirnir sem fundu upp svifbrettin eru í raun lærðir leikarar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem því er haldið fram í gríni að svifbretti séu til. Leikstjóri Aftur til framtíðar 2 lýsti því yfir í sjónvarpi árið 1989 að svifbretti hefðu verið til um árabil, en foreldrafélög hefðu bannað leikfangafyrirtækjum að framleiða þau af öryggisástæðum. Aðstandendum Aftur til framtíðar hefði hinsvegar tekist að krækja sér í nokkur eintök og þau hefðu verið notuð í myndinni. Það var auðvitað ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta var hinsvegar ágætis auglýsing fyrir myndina. Ekki er hinsvegar á hreinu hvað er verið að auglýsa í þetta sinn.

Auglýsinguna má sjá á heimasíðu HUVr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.