Tónlist

Halda kvöld fyrir óskalög

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Katla Ásgeirsdóttir
Katla Ásgeirsdóttir
„Við erum að spila vínyl og fólk má koma með eigin plötu til að fá óskalög, eða þá fletta í gegnum okkar plötur,“ segir plötusnældan Katla Ásgeirsdóttir, sem stendur fyrir sérstöku óskalagakvöldi á Þorláksmessu á skemmtistaðnum Bravó, ásamt plötusnúðnum Ísari Loga Arnarssyni.

Tvíeykið hélt fyrsta kvöldið nú á sunnudag. „Ég var bara með „spontant“ í fyrradag, það var ógeðslega skemmtilegt þannig að við ákváðum að kýla í annað,“ segir Katla.

„Hugmyndin var að fólk kæmi með sínar eigin vínylplötur og fá óskalög, þannig að maður þarf að hafa smá fyrir óskalaginu.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.