Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2014 17:58 Það er ennþá mikill ís á vötnum víða á landinu en hann fer vonandi hrattþegar það loksins hlánar Páskahretið virðist ætla að gera lítið úr öllum plönum veiðimanna og spáin lítur ekki vel út nema á norðausturlandi. Það eru margir veiðimenn búnir að setja sig í stellingar til að mæta í opnun fyrsta veiðidags í Þingvallavatni á sunnudaginn en veðurspáin hlýtur að draga úr áhuganum hjá flestum nema þeim allra hörðustu. Spáin frá Veðurstofunni er Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig sem er ekki beinlínis skemmtilegt veiðiveður. Það lítur því úr fyrir að það verði frekar fámennt við vatnið á þessum fyrsta degi en við megum samt eiga von á að fá einhverjar fréttir því veður bítur ekki hörðustu vorveiðimennina. Annars hafa fréttir af sjóbirtingsveiði verið góðar síðustu daga og það má reikna með því að þar sem veðrið verður í lagi verði veiðin áfram góð. Svo styttist í næstu opnun sem beðið er eftir en það er opnun Elliðavatns en þar hefst veiði næsta fimmtudag og síðan opna flest öll vötn 1. maí en nokkur á norðurlandi aðeins síðar. Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Páskahretið virðist ætla að gera lítið úr öllum plönum veiðimanna og spáin lítur ekki vel út nema á norðausturlandi. Það eru margir veiðimenn búnir að setja sig í stellingar til að mæta í opnun fyrsta veiðidags í Þingvallavatni á sunnudaginn en veðurspáin hlýtur að draga úr áhuganum hjá flestum nema þeim allra hörðustu. Spáin frá Veðurstofunni er Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig sem er ekki beinlínis skemmtilegt veiðiveður. Það lítur því úr fyrir að það verði frekar fámennt við vatnið á þessum fyrsta degi en við megum samt eiga von á að fá einhverjar fréttir því veður bítur ekki hörðustu vorveiðimennina. Annars hafa fréttir af sjóbirtingsveiði verið góðar síðustu daga og það má reikna með því að þar sem veðrið verður í lagi verði veiðin áfram góð. Svo styttist í næstu opnun sem beðið er eftir en það er opnun Elliðavatns en þar hefst veiði næsta fimmtudag og síðan opna flest öll vötn 1. maí en nokkur á norðurlandi aðeins síðar.
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði