Lífið

Frosti Jay fær styrk frá lögreglunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglumennirnir Gissur og Dúni afhenda Frosta og móður hans styrkinn.
Lögreglumennirnir Gissur og Dúni afhenda Frosta og móður hans styrkinn. Mynd/Lögreglan
Landssamband lögreglumanna hefur fært Frosta Jay Freeman og fjölskyldu hans styrk úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins. Í tilkynningu er styrkurinn sagður veglegur.

Frosti er sjö ára og er með sjálfgæfan erfðasjúkdóm sem nefnist Ataxia telangiectasia. Hann er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Frosti notast að hluta til við hjólastól.

Líknar- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna var stofnaður árið 1992 og hafa samtals á annað hundrað aðilar, bæði einstaklingar og ýmis samtök, notið góðs af. Hægt er að fylgjast með baráttu Frosta við sjúkdóminn á Facebook-síðunni „Áfram Frosti Jay Freeman.“


Tengdar fréttir

Rokkarar eru góðhjartaðir

Hinn 7 ára Frosti Jay Freeman greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm. Útvarps- og tónlistarmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur tónleika til styrktar Frosta.

Rokkarar rokka til góðs

Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum undir nafninu Rokk fyrir Frosta. Afar sjaldgæfar ljósmyndir verða einnig boðnar upp til styrktar Frosta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×