Lífið

Brand sem borgarstjóra

Fregnir herma að Russell Brand íhugi að bjóða sig fram sem borgarstjóri Lundúna.
Fregnir herma að Russell Brand íhugi að bjóða sig fram sem borgarstjóri Lundúna.
Breski leikarinn og grínistinn Russell Brand er sagður ætla að feta í fótspor Jóns Gnarr og bjóða sig fram sem borgarstjóri Lundúna.

Brand hefur tjáð sig ítrekað um stjórnmál á undanförnum mánuðum og hvatt Breta til að krefjast þess að breytingar verði gerðar á stjórnkerfi landsins. Hugmyndir hans hafa einnig ratað í nýja bók hans sem nefnist Revolution.

Margar heimildir í Bretlandi segja að hann íhugi að bjóða sig fram sem borgarstjóra fyrir árið 2016. „Ég hef rætt við Russell og hann vill ekkert tjá sig um þetta,“ sagði talsmaður leikarans. Brand hefur áður hvatt almenning til að sniðganga kosningar og vöktu þau ummæli mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×