Lífið

Fór frá túrtöppum yfir í handboltann

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Halldór hvetur fólk til að taka "gym-selfie“ með bókina.
Halldór hvetur fólk til að taka "gym-selfie“ með bókina.
„Þetta er dálítið skrýtin hugmynd. Ég hef mikið verið að pæla í drónum, sem eru mannlaus loftför, og fannst þau minna mig á túrtappa. Svo hugsaði ég að það væri gaman að tengja þetta við blæðingar og tíðahring kvenna, en mig hefur langað að skrifa um það lengi, og þannig varð bókin til,“ segir Halldór Armand, höfundur bókarinnar Drón sem kom út á dögunum.

Bókin fjallar um unglingsstúlku sem er undrabarn í fótbolta. Á sama tíma eru dularfullar drónaárásir víðs vegar um heiminn.

„Hún sem sagt fær þá hugmynd að tíðahringurinn hennar og túrverkirnir geti spáð fyrir um hvar og hvenær árásirnar verða,“ segir Halldór, sem vill ekki gefa meira upp um söguþráðinn.

Halldór býr um þessar mundir í London þar sem hann æfir handbolta. „Ég æfði handbolta í „den“ með Val og fannst bara skondið að byrja að æfa aftur hérna úti. Lífið er alltaf að koma manni skemmtilega á óvart, ekki hélt ég að ég færi aftur í handbolta og hvað þá að hugmyndin mín um sögu tengda tíðahring kvenna yrði að veruleika.“

Hann er nú staddur hér á landi að kynna bókina og þarf því miður að sleppa handboltanum í bili. „Til að gleðja mig þá hvet ég fólk til þess að fara með bókina í ræktina og taka „gym-selfie“ með hana. Það væri mjög súrrealískt og fyndið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×