Lífið

Erlendar útgáfur vilja Arnald

Freyr Bjarnason skrifar
Arnaldur Indriðason hefur selt bækur sínar í yfir tíu milljónum eintaka.
Arnaldur Indriðason hefur selt bækur sínar í yfir tíu milljónum eintaka.
Útgáfurétturinn á nýjustu bók Arnalds Indriðasonar, Kamp Knox, hefur verið seldur til Bandaríkjanna og Bretlands.

Þetta er í fyrsta sinn sem rétturinn er seldur þangað áður en bókin kemur út hér heima, 1. nóvember.

Einnig er verið að leggja lokahönd á samning um útgáfu í Frakklandi.

Arnaldur hefur selt bækur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Bókin verður prentuð í á þriðja tug þúsunda eintaka hér heima fyrir jólin, sem er það mesta til þessa.

Söguþráður Kamp Knox er á þann veg að kona rekst á illa farið lík í lóni á Reykjanesi árið 1979. Margt bendir til þess að sá látni tengist herstöðinni á Miðnesheiði og fara Erlendur og Marion Briem með rannsókn málsins. Á sama tíma rannsakar Erlendur hvarf reykvískrar stúlku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×