Handbolti

Fjölgun og átta liða úrslitakeppni

Guðmundur Hólmar og félagar í Val munu taka þátt í átta liða úrslitakeppni næsta vetur.
Guðmundur Hólmar og félagar í Val munu taka þátt í átta liða úrslitakeppni næsta vetur.
HSÍ staðfesti í dag að það verður fjölgað í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Ekkert lið fellur því úr Olís-deildinni og tvö lið koma upp.

Það eru Afturelding og Stjarnan sem komast upp um deild. Umspil um laust sæti í efstu deild sem fram fór á dögunum var því algjörlega tilgangslaust.

Ástæðan fyrir fjölguninni er sú að átján lið eru skráð til keppni í handboltanum næsta vetur. Samkvæmt reglugerð HSÍ þá skal fjölga í deildinni.

Eitt nýtt lið kemur inn í kvennaboltann en það er ÍR. Leikin verður þreföld umferð í báðum deildum. Í Olís-deild karla verður svo leikin átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitili og munu tvö lið falla beint í 1. deild en efsta lið 1.deildar ásamt sigurvegara úr umspili liðanna í 2.-5. sæti fyrstu deildar munu taka sæti þeirra

Í Olís-deild kvenna verða þrettán lið og leikin tvöföld umferð í deildarkeppni og átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil.

Olís-deild karla

Afturelding

Akureyri

FH

Fram

Haukar

HK

ÍBV

ÍR

Stjarnan

Valur

Olís-deild kvenna

Afturelding

FH

Fram

Fylkir

Grótta

Haukar

HK

ÍBV

ÍR

KA/Þór

Selfoss

Stjarnan

Valur

1.deild karla

Fjölnir

Grótta

Hamrarnir

ÍH

KR

Selfoss

Víkingur

Þróttur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×