Lífið

Chris Pratt vildi detta í það í staðinn

Chris Pratt skaust upp á stjörnuhimininn með Parks and Recreation þáttunum.
Chris Pratt skaust upp á stjörnuhimininn með Parks and Recreation þáttunum. vísir/getty
Nú hefur svokölluð Ísfötuáskorun eða The Ice Bucket Challenge náð nýjum hæðum á bandarískum samfélagsmiðlum. Áskorunin er nýtt æði hjá fræga fólkinu en hún gengur út á það að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, taka það upp á myndband og birta á samfélagsmiðlum.

Með þessi er ætlunin að vekja athygli á ALS samtökunum og safna áheitum til styrktar félaginu en þær stjörnur sem þegar hafa tekið þátt í æðinu eru meðal annars Bill Gates, Conan O'Brien, Mark Zuckerberg og Justin Timberlake.

Sá nýjasti til þess að taka þátt er stórleikarinn Chris Pratt en hann fór ögn öðruvísi leið en hinir.

Hinn ungi Pratt ákvað í staðinn fyrir að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni að drekka litla flösku af svonefndu Ice Vodka og eina flösku af Smirnoff Ice í einum rykk og sleppa því við kalda vatnið.

Hinsvegar í lok myndbandsins hella vinkonur stórleikarans tveimur fötum af köldu vatni yfir Pratt og tókst honum því ekki að sleppa við bleytuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.