Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-27 | Ótrúleg endurkoma Hauka Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 1. maí 2014 00:01 Haukar fagna í dag. Vísir/vilhelm Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira