Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Valskonur í úrslit Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Valli Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum. Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira