Ekki kæra – það er svo dýrt fyrir ríkið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júlí 2014 07:00 Ég myndi ráðleggja konum frá því að kæra kynferðisbrot, hlutfallslega fara svo fá mál alla leið og þetta er svo langt og erfitt ferli. Svo ekki sé minnst á hvað þetta er dýrt fyrir ríkið. Þetta sagði kennari í refsirétti fyrir framan hóp af tæplega hundrað nemendum í lögfræði. Hann horfði yfir hópinn sem gapti af undrun. Og hann glotti. Þetta er sönn saga. Þetta var ekki grín. Og orðin voru ekki sett fram til að vekja málefnalega umræðu um stöðu kynferðisbrotamála á Íslandi – það hefði getað verið ágætur leikur. Ég sat sjálf í þessum tíma, síðastliðið haust, og sá sem lét orðin falla var kennarinn í fyrsta tímanum mínum í Refsirétti I í Háskóla Íslands; ungur, tiltölulega nýútskrifaður lögfræðingur sem greinilega var talinn hæfur til að leiða lögfræðinema í sannleikann um refsivörslukerfi lýðveldisins Íslands. Bekkurinn minn er ekki þekktur fyrir að tjá sig mikið í kennslustundum en í þetta skipti tóku nokkrir nemendur sig til og andæfðu. Í fyrsta lagi eru það ekki aðeins konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Í öðru lagi er þetta, jú vissulega, langt og erfitt ferli, en eina leiðin út er í gegn og það á alltaf að segja frá. Þolendur kynferðisofbeldis eiga margir hverjir langan veg fyrir höndum en skömmin er ekki þeirra og það er alltaf von um betra líf og líðan. Það er hrikaleg staðreynd að aðeins 10 prósent þolenda skuli kæra og aðeins 30 prósent þeirra mála verði að ákærum. Í ljósi þess, og í þriðja lagi, er óásættanlegt að þau skilaboð séu send út í samfélagið að það sé gagnslaust að kæra svo alvarlegan glæp. Og það af því að það er svo dýrt fyrir ríkið? Allir í samfélaginu verða að geta treyst því að hægt sé að leita réttar síns sé brotið á þeim, ekki síst í þessum málaflokki. Því langar mig að biðja þig, kæri lesandi og þjóðfélagsþegn, að standa upp í dag, eins og krakkarnir í bekknum mínum, mótmæla kennaranum og fara fram á betra samfélag. Samfélag þar sem þolendur standa ekki einir með glæpinn og upplifa skömm sem er ekki þeirra. Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14.00 í dag og þín skref skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun
Ég myndi ráðleggja konum frá því að kæra kynferðisbrot, hlutfallslega fara svo fá mál alla leið og þetta er svo langt og erfitt ferli. Svo ekki sé minnst á hvað þetta er dýrt fyrir ríkið. Þetta sagði kennari í refsirétti fyrir framan hóp af tæplega hundrað nemendum í lögfræði. Hann horfði yfir hópinn sem gapti af undrun. Og hann glotti. Þetta er sönn saga. Þetta var ekki grín. Og orðin voru ekki sett fram til að vekja málefnalega umræðu um stöðu kynferðisbrotamála á Íslandi – það hefði getað verið ágætur leikur. Ég sat sjálf í þessum tíma, síðastliðið haust, og sá sem lét orðin falla var kennarinn í fyrsta tímanum mínum í Refsirétti I í Háskóla Íslands; ungur, tiltölulega nýútskrifaður lögfræðingur sem greinilega var talinn hæfur til að leiða lögfræðinema í sannleikann um refsivörslukerfi lýðveldisins Íslands. Bekkurinn minn er ekki þekktur fyrir að tjá sig mikið í kennslustundum en í þetta skipti tóku nokkrir nemendur sig til og andæfðu. Í fyrsta lagi eru það ekki aðeins konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Í öðru lagi er þetta, jú vissulega, langt og erfitt ferli, en eina leiðin út er í gegn og það á alltaf að segja frá. Þolendur kynferðisofbeldis eiga margir hverjir langan veg fyrir höndum en skömmin er ekki þeirra og það er alltaf von um betra líf og líðan. Það er hrikaleg staðreynd að aðeins 10 prósent þolenda skuli kæra og aðeins 30 prósent þeirra mála verði að ákærum. Í ljósi þess, og í þriðja lagi, er óásættanlegt að þau skilaboð séu send út í samfélagið að það sé gagnslaust að kæra svo alvarlegan glæp. Og það af því að það er svo dýrt fyrir ríkið? Allir í samfélaginu verða að geta treyst því að hægt sé að leita réttar síns sé brotið á þeim, ekki síst í þessum málaflokki. Því langar mig að biðja þig, kæri lesandi og þjóðfélagsþegn, að standa upp í dag, eins og krakkarnir í bekknum mínum, mótmæla kennaranum og fara fram á betra samfélag. Samfélag þar sem þolendur standa ekki einir með glæpinn og upplifa skömm sem er ekki þeirra. Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14.00 í dag og þín skref skipta máli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun