Handbolti

Sigurbergur: Helmingslíkur á að ég geti spilað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbergur á ferðinni gegn ÍBV.
Sigurbergur á ferðinni gegn ÍBV. vísir/villi
Það er óvissa um hvort stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, geti spilað með Haukum í oddaleiknum gegn ÍBV á morgun.

"Ég meiddist í fyrri hálfleik og treysti mér ekki til þess að spila síðari hálfleikinn í gær. Var alls ekki nógu góður," segir Sigurbergur en hvernig er hann í dag?

"Svona ágætur en menn vita ekki alveg hversu alvarlegt þetta er. Ég mun fara í skoðanir og svo kemur í ljós hvernig ég verð á morgun."

Það er draumur allra handboltamanna að spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

"Það væri grátlegt að missa af þessu. Ég myndi segja að það séu svona helmingslíkur á því að ég geti spilað. Ég vona það besta og mun gera allt sem ég get til þess að vera með."


Tengdar fréttir

Patrekur: Þú færð ekkert upp úr mér

Patrekur Jóhannesson var óánægður með rauða spjaldið sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, fékk í tapleiknum gegn ÍBV í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×