Stacy Keibler er ólétt, samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Post.
Keibler, sem er 34 ára, kom öllum á óvart er hún giftist kærasta sínum, Jared Pobre í Mexíkó í síðustu viku og nú eiga þau víst von á sínu fyrsta barni saman.
Keibler er fyrrum kærasta leikarans George Clooney en parið hætti saman í júlí í fyrra.
Keibler er fyrrum glímukempa og fyrirsæta.
Stacy Keibler ólétt
Ritstjórn Lífsins skrifar
