Ljúfur og lögulegur jeppi Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 08:45 Myndarlegur á velli. Reynsluakstur - Ford Explorer Það hefði í raun verið heppilegra að búa norðanlands þegar prófaður er jeppi eins og Ford Explorer og hann hefði fengið að glíma við snjóinn sem þar er á engu undanhaldi, en ekki í snarauðu malbikinu í höfuðborginni. Því var þó ekki að heilsa. Ford Explorer er einn þeirra jeppa sem algengastir er á götunum hérlendis, en líklega eru ennþá fleiri þeirra af eldri gerð þessa vinsæla jeppa, en ekki í því útliti sem kom á markað árið 2011. Þá breyttist þessi bíll svo mikið að vart var hægt að láta sér detta í hug að hann væri arftaki þess eldri. Sú breyting var á allan hátt til batnaðar og mun betri og fallegri bíll kominn í staðinn. Ford Explorer er enn einn jeppinn sem var áður á smíðaður á grind, er nú á plötu eins og hefðbundinn fólksbíll. Hann er því ekki heppilegur til breytinga, upphækkunar og stærri dekkja. Þessi bíll er þó alls ekki þannig hugsaður, hann er miklu nær því að vera forstjórabíll, er ríkulega búinn, þægilegur á malbikinu en þó fullfær um að yfirgefa það á grófari vegi og erfiðari færð. Kraftalegur með bólgnar línur Ford Explorer er nú fríður bíll á að líta og kraftalegur. Hann er með bólgnar línur sem gagnast vel í innanrými hans. Hæð milli lægsta punkts að framan og upp á húdd er með því allra hæsta sem sést. Einkennandi við svip hans eru frekar nettar rúður og miklir flekar neðan þeirra sem gerir bílinn sportlegan. Samt sést vel úr bílnum, nema að það pirraði reynsluökumann hversu langt þakið nær niður að framrúðu og skerðir með því útsýni fram á við. Að innan blasir við mjög ríkuleg innrétting sem á ekkert skylt við forverann gamla. Mælaborðið og stjórntæki eru nýtískuleg og allir mælar stafrænir og flottir og nýta liti á skemmtilegan hátt til upplýsingagjafar. Takkar eru fáir og flestu er stjórnað gegnum 8 tomma snertiskjá í miðju mælaborði. Þegar sett er í bakkgír breytist hann í bakkmyndavél sem er með skýrasta móti. Að auki er 4,2 tomma LCD-upplýsingaskjár í mælaborði sem veitir miklar akstursupplýsingar. Einn af stærstu kostum Explorer er hversu hljóðlátur hann er að innan og gæti hann fullt eins fallið í lúxusflokk bíla hvað það varðar. Spræk en sparneytin vél Explorer er mikill bíll á alla vegu, enda alvöru sjö manna bíll með niðurfellanlegum sætum í öftustu röð. Þegar þau eru niðurfelld er farangursrými alveg flatt og hrikalega stórt. Mjög fljótlegt er að reisa þau og þarf ekki mikla krafta til og sætin sjálf eru jafn góð og önnur sæti í bílnum. Reynsluakstursbíllinn var með leðursætum og þannig er hann ári fallegur að innan þó hann eigi enn eitthvað í land í samkeppninni við innréttingar bíla lúxusmerkjanna. Framsætin eru mjög góð, rafstýrð að fullu og flytjast aftur þegar stigið er inn og út úr bílnum. Vel er séð fyrir geymslurýmum í bílnum og er hólfið milli framsætanna með því allra stærsta sem sést. Enginn vandi er heldur að finna staði fyrir drykki. Ford Explorer er bara í boði með einni vélargerð en það er líka afar vel heppnuð 6 strokka, 3,5 lítra bensínvél sem sendir 290 hestöfl til allra hjólanna gegnum 6 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél skilar 36 hestöflum meira en 4,0 l. vélin sem hún leysti af í eldri gerð bílsins og eyðslan samt umtalsvert minni. Þrususkemmtileg vél þar sem hraðar bílnum vel og er að auki sparneytin miðað við stærð bílsins, en uppgefin eyðsla er 12,4 lítrar í blönduðum akstri og 10,2 l utanbæjar. Í reynsluakstrinum, sem að langmestu leiti fór fram innanbæjar var bíllinn með 13,3 lítra, svo ekki munar miklu frá uppgefinni eyðslu. Hljóðið í vélinni er sér kapítuli, sérlega fallegt og fær ökumann til að stíga oft hressilega með hægri fæti bara fyrir kikkið. Hröðunin er samt ekkert brjálæðisleg, enda bíllinn um 2,2 tonn. Skiptingin er heldur ekki mjög skilvirk né hröð þegar gefið er hressilega inn. Hinn ljúfasti akstursbíll Bíllinn er hinn ágætasti í akstri, fjöðrun er skemmtileg og á lítt sammerkt með alltof mjúkri fjöðrun margra amerískra bíla. Hún er hæfilega stíf þó að enn eimi eftir af áhrifum frá vesturheimi. Þyngdarpunkturinn virðist miklu lægri en í forveranum og yfirbygging hallast lítið þó að vel sé farið í beygjur. Samt er bílinn nokkrum kílóum þyngri en sá gamli og kemur það eitt og sér aðeins á óvart í heimi þar sem flestir bílaframleiðendur létta bíla sína með nýrri kynslóð. Explorer kemur með fjórar stillingar fyrir mismunandi gerð undirlags. Þessar stillingar breyta undirvagni og fjöðrun, skiptingu og vélarafli bílsins og tryggja með því aksturshæfni og öryggi. Eitt kom þó ökumanni á óvart er farið var hratt yfir hraðahindranir, sem jeppar af stærri gerðinni eiga að vera fullfærir um á talsverðum hraða, en þá hjó bíllinn niður að aftan eða sló upp í fjöðruninni og brá ökumanni við það. Fjöðrun bílsins virðist sett upp fyrir sem þægilegastan borgarakstur og þar sem götur í framleiðslulandi hans eru ekki yfirfullar af hraðahindrunum, eru þær ef til vill ekki bestu vinir hans. Annar augljós ókostur er hversu lágur bíllinn er, þá sérlega að framan, þar sem svunta bílsins teygir sig langt niður og gæti það hamlað honum mjög í torfærum. Explorer má fá í XLT-útgáfu frá 10,3 milljónum króna og þar sem ekki er sanngjarnt að bera hann saman við jeppa lúxusbílaframleiðendanna þýsku á hann helst samkeppnisbíla í svo til jafndýrum Toyota Land Cruiser og Mitsubishi Pajero. Í ódýrustu gerð Explorer, með plusssætum, er hann hinsvegar á 9,85 milljónir króna. Kostir: Mikið rými, ljúfur í akstri, útlit Ókostir: Lág framrúða, skipting, lítil veghæð 3,5 l. bensínvél, 290 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 12,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 288 g/km CO2 Hröðun: 7,5 sek. Hámarkshraði: 174 km/klst Verð frá: 9.850.000 kr. Umboð: Brimborg Hugguleg innrétting og þægileg framsæti. Stór upplýsingaskjár sem einnig sýnir útsýnið úr bakkmyndavélinni. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent
Reynsluakstur - Ford Explorer Það hefði í raun verið heppilegra að búa norðanlands þegar prófaður er jeppi eins og Ford Explorer og hann hefði fengið að glíma við snjóinn sem þar er á engu undanhaldi, en ekki í snarauðu malbikinu í höfuðborginni. Því var þó ekki að heilsa. Ford Explorer er einn þeirra jeppa sem algengastir er á götunum hérlendis, en líklega eru ennþá fleiri þeirra af eldri gerð þessa vinsæla jeppa, en ekki í því útliti sem kom á markað árið 2011. Þá breyttist þessi bíll svo mikið að vart var hægt að láta sér detta í hug að hann væri arftaki þess eldri. Sú breyting var á allan hátt til batnaðar og mun betri og fallegri bíll kominn í staðinn. Ford Explorer er enn einn jeppinn sem var áður á smíðaður á grind, er nú á plötu eins og hefðbundinn fólksbíll. Hann er því ekki heppilegur til breytinga, upphækkunar og stærri dekkja. Þessi bíll er þó alls ekki þannig hugsaður, hann er miklu nær því að vera forstjórabíll, er ríkulega búinn, þægilegur á malbikinu en þó fullfær um að yfirgefa það á grófari vegi og erfiðari færð. Kraftalegur með bólgnar línur Ford Explorer er nú fríður bíll á að líta og kraftalegur. Hann er með bólgnar línur sem gagnast vel í innanrými hans. Hæð milli lægsta punkts að framan og upp á húdd er með því allra hæsta sem sést. Einkennandi við svip hans eru frekar nettar rúður og miklir flekar neðan þeirra sem gerir bílinn sportlegan. Samt sést vel úr bílnum, nema að það pirraði reynsluökumann hversu langt þakið nær niður að framrúðu og skerðir með því útsýni fram á við. Að innan blasir við mjög ríkuleg innrétting sem á ekkert skylt við forverann gamla. Mælaborðið og stjórntæki eru nýtískuleg og allir mælar stafrænir og flottir og nýta liti á skemmtilegan hátt til upplýsingagjafar. Takkar eru fáir og flestu er stjórnað gegnum 8 tomma snertiskjá í miðju mælaborði. Þegar sett er í bakkgír breytist hann í bakkmyndavél sem er með skýrasta móti. Að auki er 4,2 tomma LCD-upplýsingaskjár í mælaborði sem veitir miklar akstursupplýsingar. Einn af stærstu kostum Explorer er hversu hljóðlátur hann er að innan og gæti hann fullt eins fallið í lúxusflokk bíla hvað það varðar. Spræk en sparneytin vél Explorer er mikill bíll á alla vegu, enda alvöru sjö manna bíll með niðurfellanlegum sætum í öftustu röð. Þegar þau eru niðurfelld er farangursrými alveg flatt og hrikalega stórt. Mjög fljótlegt er að reisa þau og þarf ekki mikla krafta til og sætin sjálf eru jafn góð og önnur sæti í bílnum. Reynsluakstursbíllinn var með leðursætum og þannig er hann ári fallegur að innan þó hann eigi enn eitthvað í land í samkeppninni við innréttingar bíla lúxusmerkjanna. Framsætin eru mjög góð, rafstýrð að fullu og flytjast aftur þegar stigið er inn og út úr bílnum. Vel er séð fyrir geymslurýmum í bílnum og er hólfið milli framsætanna með því allra stærsta sem sést. Enginn vandi er heldur að finna staði fyrir drykki. Ford Explorer er bara í boði með einni vélargerð en það er líka afar vel heppnuð 6 strokka, 3,5 lítra bensínvél sem sendir 290 hestöfl til allra hjólanna gegnum 6 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél skilar 36 hestöflum meira en 4,0 l. vélin sem hún leysti af í eldri gerð bílsins og eyðslan samt umtalsvert minni. Þrususkemmtileg vél þar sem hraðar bílnum vel og er að auki sparneytin miðað við stærð bílsins, en uppgefin eyðsla er 12,4 lítrar í blönduðum akstri og 10,2 l utanbæjar. Í reynsluakstrinum, sem að langmestu leiti fór fram innanbæjar var bíllinn með 13,3 lítra, svo ekki munar miklu frá uppgefinni eyðslu. Hljóðið í vélinni er sér kapítuli, sérlega fallegt og fær ökumann til að stíga oft hressilega með hægri fæti bara fyrir kikkið. Hröðunin er samt ekkert brjálæðisleg, enda bíllinn um 2,2 tonn. Skiptingin er heldur ekki mjög skilvirk né hröð þegar gefið er hressilega inn. Hinn ljúfasti akstursbíll Bíllinn er hinn ágætasti í akstri, fjöðrun er skemmtileg og á lítt sammerkt með alltof mjúkri fjöðrun margra amerískra bíla. Hún er hæfilega stíf þó að enn eimi eftir af áhrifum frá vesturheimi. Þyngdarpunkturinn virðist miklu lægri en í forveranum og yfirbygging hallast lítið þó að vel sé farið í beygjur. Samt er bílinn nokkrum kílóum þyngri en sá gamli og kemur það eitt og sér aðeins á óvart í heimi þar sem flestir bílaframleiðendur létta bíla sína með nýrri kynslóð. Explorer kemur með fjórar stillingar fyrir mismunandi gerð undirlags. Þessar stillingar breyta undirvagni og fjöðrun, skiptingu og vélarafli bílsins og tryggja með því aksturshæfni og öryggi. Eitt kom þó ökumanni á óvart er farið var hratt yfir hraðahindranir, sem jeppar af stærri gerðinni eiga að vera fullfærir um á talsverðum hraða, en þá hjó bíllinn niður að aftan eða sló upp í fjöðruninni og brá ökumanni við það. Fjöðrun bílsins virðist sett upp fyrir sem þægilegastan borgarakstur og þar sem götur í framleiðslulandi hans eru ekki yfirfullar af hraðahindrunum, eru þær ef til vill ekki bestu vinir hans. Annar augljós ókostur er hversu lágur bíllinn er, þá sérlega að framan, þar sem svunta bílsins teygir sig langt niður og gæti það hamlað honum mjög í torfærum. Explorer má fá í XLT-útgáfu frá 10,3 milljónum króna og þar sem ekki er sanngjarnt að bera hann saman við jeppa lúxusbílaframleiðendanna þýsku á hann helst samkeppnisbíla í svo til jafndýrum Toyota Land Cruiser og Mitsubishi Pajero. Í ódýrustu gerð Explorer, með plusssætum, er hann hinsvegar á 9,85 milljónir króna. Kostir: Mikið rými, ljúfur í akstri, útlit Ókostir: Lág framrúða, skipting, lítil veghæð 3,5 l. bensínvél, 290 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 12,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 288 g/km CO2 Hröðun: 7,5 sek. Hámarkshraði: 174 km/klst Verð frá: 9.850.000 kr. Umboð: Brimborg Hugguleg innrétting og þægileg framsæti. Stór upplýsingaskjár sem einnig sýnir útsýnið úr bakkmyndavélinni.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent