Handbolti

Snorri Steinn sagður á leið til fransks liðs í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson er á förum í sumar.
Snorri Steinn Guðjónsson er á förum í sumar. Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta og leikmaður GOG í dönsku úrvalsdeildinni, er á leið til franska liðsins Sélestat í sumar samkvæmt frétt franska fréttavefsins dna.fr. Þar segir að hann eigi að leysa YurijPetrenko af hólmi sem er 36 ára Úkraínumaður.

Sélestat er sem stendur í ellefta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en svo virðist sem liðið sé að styrkja sig hressilega fyrir átökin næsta vetur. Á heimasíðu liðsins á mánudaginn var tilkynnt um kaup á tveimur nýjum leikmönnum og þá var framlengt við einn núverandi leikmann.

Þegar Fréttablaðið hafði samband við Snorra Stein í gær vildi hann ekki staðfesta fréttina. „Það eru teikn á lofti um að ég geti skipt um lið,“ var það eina sem hann vildi segja um málið en viðurkenndi þó að ekkert leyndarmál væri að hann ætlaði að yfirgefa GOG í sumar.

„Ég tilkynnti GOG það í lok nóvember að ég ætlaði að líta í kringum mig og ég er búinn að vera skoða mín mál. Mig langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson sem á eitt ár eftir af samningi sínum við GOG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×