Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 23-23 | Dramatík í Austurberginu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 18. september 2014 15:46 Vísir/Valli Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján. Olís-deild karla Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Valur og ÍR skildu jöfn 23-23 í hörku spennandi leik í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Austurberginu í Breiðholti í kvöld. Valur var 16-11 yfir í hálfleik. Það voru miklar sviptingar í leiknum og má rekja þær að miklu leyti til frábærrar markvörslu liðanna í sitt hvorum hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Stephen Nielsen á kostum í marki Vals en fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og mikið um hraðaupphlaup og tapaða bolta sökum hraðans og að þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti. Það var mikið um glæsileg tilþrif og fyrir hálfleikurinn var afbragðs skemmtun. Í seinni hálfleik var það Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR sem stal senunni. Frábær markvarsla hans hélt ÍR inni í leiknum en lengi vel átti ÍR í miklum vandræðum með að finna svör við varnarleik Vals. Leikurinn var mun hægari í seinni hálfleik, varnirnar betri og lítið um hröð upphlaup. Þrátt yfir að Valur næði að halda forystunni lengst af gafst ÍR aldrei upp og skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum en Arnór varði dauðafæri í síðustu sókn Vals áður en Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði metin fyrir ÍR. Þetta er unnið stig hjá heimamönnum eins og leikurinn þróaðist en Valsmenn geta sjálfum sér kennt um að hafa ekki unnið leikinn því liðið fékk svo sannarlega færin til þess. Björgvin: Höfum vanalega hætt„Það er jákvætt að við höfum ekki hætt. Við höfum vanalega hætt fjórum mörkum undir og lítið eftir. Þetta var hrikalega sterkur punktur hjá okkur,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson stórskytta ÍR sem fór mikinn í kvöld. „Við klúðrum þremur vítum í fyrri hálfleik sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við erum með tvær bestu vítaskytturnar á landinu. „Við gáfumst aldrei upp og ég þakka Arnóri markvörsluna í lokin þegar boltinn hrökk til Finns (Inga Stefánssonar). „Þessi punktur var eiginlega tapaður og þetta stig á eftir að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Auðvitað vill maður tvö stigin en úr því sem komið var þá er maður ánægður með stigið,“ sagði Björgvin sem á von á jöfnum og spennandi vetri í Olísdeildinni. „Þetta verður jafnt í vetur. Valur er með breiðasta hópinn og er þess vegna spáð góðu gengu en það geta allir strítt öllum.“ Kári: Stutt í það verði stór bæting hjá okkur„Miðað við allt og allt og það sem er búið að gerast síðustu vikuna og slíkt þá vorum við bara mjög brattir og komumst í fimm mörk,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem gekk til liðs við Val í sumar. „Það dettur smá værukærð í leikinn hjá okkur og við skorum bara átta mörk í seinni hálfleik sem er mjög slappt. Á móti þá hélt vörnin vel og markmaðurinn var frábær hjá okkur. „Mér fannst við fara illa með færin í seinni hálfleik. Við klikkum örugglega á svona tíu dauðafærum og tveimur vítaköstum. Það er dýrt. En heilt yfir erum við að skapa okkur ágætis tækifæri en það er þessi herslumunur. „Þetta var fyrsti leikur og það er stutt í að það verði stór bæting hjá okkur,“ sagði Kári sem náði sér ekki á strik framan af leik en náði þó að skora tvö mörk seint í leiknum. „Við erum búnir að setja aðeins meira bensín í vörnina og það sést augljóslega. Við þurfum að fara að vinna betur í sóknarleiknum og það tekur alltaf tíma að finna taktinn þegar maður kemur í nýtt lið. „Þetta er alltaf tveggja manna tal með mig og útispilarana og ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga vel. „Það er alltaf sviptingar með nýjum þjálfurum og fyrirvarinn var stuttur. Við verðum bara að vera bjartir og getum ekki staldrað mjög lengi við þennan leik og verið fúlir yfir þessu. Ég hugsa frekar að punktur séu punktur frekar en að við höfum tapað honum,“ sagði Kári Kristján.
Olís-deild karla Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira