EVE Online kemur út á frönsku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 14:22 Mynd/CCP EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.” Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.”
Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp