Innköllun á 690.000 Toyota Tacoma Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 09:39 Toyota Tacoma. Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent
Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent