Ljúfsár kvöldstund í einskismannslandi Sigríður Jónsdóttir skrifar 30. september 2014 13:00 Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson "Þrátt fyrir ágæta spretti Hilmars er það Jóhann sem er hjarta sýningarinnar.“Mynd: Grímur Bjarnason Leiklist: Gaukar Borgarleikhúsið HÖfundur: Huldar Breiðfjörð Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Úlfur Eldjárn Hljóð: Baldvin Magnússon Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson Tveir bláókunnugir menn hittast á hótelherbergi úti á landi. Sá eldri er að vestan og sá yngri frá höfuðborginni. Þeir hafa ferðast langa leið til að skiptast á Pálfríði, þrjátíu ára gömlum páfagauk sem þarf nýtt heimili. Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson halda hér áfram samstarfi sínu á sviði í nýju leikverki eftir Huldar Breiðfjörð og vonandi ekki í síðasta skipti. Þeir hafa þróað mér sér fíngert samband sem er undirstrikað í næmri leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Hilmar leikur hinn misheppnaða og vandræðalega Tómas sem skilur ekki af hverju kærastan hans þarf alltaf „að hafa gaman“. Persónusköpunin er góð og Hilmar er upp á sitt besta í grátbroslegu atriðunum, til dæmis þegar Tómas reynir að festa svefn á skrifborðsstól með fæturna á skammeli. En stundum vantar herslumuninn á tilfinningalegu dýptina og Hilmar dalar aðeins í seinni hluta sýningar. Þrátt fyrir ágæta spretti Hilmars er það Jóhann sem er hjarta sýningarinnar. Hinn tilfinningalega lokaði vestfirski verkamaður sprettur fram ljóslifandi, maður sem aldrei hefur náð almennilegu sambandi við tilfinningar sínar og er algjörlega ófær um að skilja hvernig hann endaði einn og yfirgefinn. Það er ekkert annað en yndislegt að horfa á Jóhann leika hjónalíf Gunnlaugs og konunnar hans. Hann skiptir á milli persóna með einu augnaráði, lítilli líkamsbreytingu og ljúfum raddblæ. Betri hlustanda á sviði er líka erfitt að finna. Huldar þreytir hér frumraun sína í leikhúsi en Gaukar er hans fyrsta leikrit. Hann hefur gott auga fyrir fáránleika hins daglega lífs og textinn er stundum virkilega hnyttinn. Persónur hans fljóta í gegnum tilvist sína óvissar um tilfinningalegt gildi hversdagsleikans sem samanstendur af reglulegum ferðum í IKEA og dýrum bílferðum með eiginkonunni þegar hún þarf „að skreppa“ í kaupstaðinn. Þrátt fyrir hina fallegu og einlægu kvöldstund sem persónurnar tvær eyða saman þá er lítil tilfinningaleg þróun í handritinu. Áhorfendur fá einungis sýnishorn af tilvistarkreppu tveggja karlmanna á krossgötum og þrátt fyrir afgerandi ákvörðun sem tekin er í lok verksins þá kemur hún lítið á óvart. Leikmyndin rímar fallega við verkið og gefur framvindunni skemmtilega vídd. Brynja Björnsdóttir hefur skapað áhrifaríkt einskismannsland, eins konar birtingarmynd hinnar tilfinningalegu auðnar þar sem þessir tveir einmana karlmenn mætast. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar er lágstemmd en vel hönnuð. Skuggar læðast um veggi þannig að búrið sem umlykur Pálfríði og mennina tvo er nær alltaf sýnilegt í bakgrunninum. Tónlist Úlfs Eldjárn er einstaklega ljúf en af og til var henni ofaukið. Í verkum eins og Gaukar er það oftar en ekki þögnin sem er áhrifamest. Gaukar er meinlaust en mannlegt verk sem kemur ekki mikið á óvart en hægt að mæla með þrátt fyrir hnökra í handritinu. Niðurstaða: Hugljúft leikrit með sárum undirtón. Jóhann Sigurðarson er frábær í tiltölulega flötu verki. Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Gaukar Borgarleikhúsið HÖfundur: Huldar Breiðfjörð Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Úlfur Eldjárn Hljóð: Baldvin Magnússon Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson Tveir bláókunnugir menn hittast á hótelherbergi úti á landi. Sá eldri er að vestan og sá yngri frá höfuðborginni. Þeir hafa ferðast langa leið til að skiptast á Pálfríði, þrjátíu ára gömlum páfagauk sem þarf nýtt heimili. Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson halda hér áfram samstarfi sínu á sviði í nýju leikverki eftir Huldar Breiðfjörð og vonandi ekki í síðasta skipti. Þeir hafa þróað mér sér fíngert samband sem er undirstrikað í næmri leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Hilmar leikur hinn misheppnaða og vandræðalega Tómas sem skilur ekki af hverju kærastan hans þarf alltaf „að hafa gaman“. Persónusköpunin er góð og Hilmar er upp á sitt besta í grátbroslegu atriðunum, til dæmis þegar Tómas reynir að festa svefn á skrifborðsstól með fæturna á skammeli. En stundum vantar herslumuninn á tilfinningalegu dýptina og Hilmar dalar aðeins í seinni hluta sýningar. Þrátt fyrir ágæta spretti Hilmars er það Jóhann sem er hjarta sýningarinnar. Hinn tilfinningalega lokaði vestfirski verkamaður sprettur fram ljóslifandi, maður sem aldrei hefur náð almennilegu sambandi við tilfinningar sínar og er algjörlega ófær um að skilja hvernig hann endaði einn og yfirgefinn. Það er ekkert annað en yndislegt að horfa á Jóhann leika hjónalíf Gunnlaugs og konunnar hans. Hann skiptir á milli persóna með einu augnaráði, lítilli líkamsbreytingu og ljúfum raddblæ. Betri hlustanda á sviði er líka erfitt að finna. Huldar þreytir hér frumraun sína í leikhúsi en Gaukar er hans fyrsta leikrit. Hann hefur gott auga fyrir fáránleika hins daglega lífs og textinn er stundum virkilega hnyttinn. Persónur hans fljóta í gegnum tilvist sína óvissar um tilfinningalegt gildi hversdagsleikans sem samanstendur af reglulegum ferðum í IKEA og dýrum bílferðum með eiginkonunni þegar hún þarf „að skreppa“ í kaupstaðinn. Þrátt fyrir hina fallegu og einlægu kvöldstund sem persónurnar tvær eyða saman þá er lítil tilfinningaleg þróun í handritinu. Áhorfendur fá einungis sýnishorn af tilvistarkreppu tveggja karlmanna á krossgötum og þrátt fyrir afgerandi ákvörðun sem tekin er í lok verksins þá kemur hún lítið á óvart. Leikmyndin rímar fallega við verkið og gefur framvindunni skemmtilega vídd. Brynja Björnsdóttir hefur skapað áhrifaríkt einskismannsland, eins konar birtingarmynd hinnar tilfinningalegu auðnar þar sem þessir tveir einmana karlmenn mætast. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar er lágstemmd en vel hönnuð. Skuggar læðast um veggi þannig að búrið sem umlykur Pálfríði og mennina tvo er nær alltaf sýnilegt í bakgrunninum. Tónlist Úlfs Eldjárn er einstaklega ljúf en af og til var henni ofaukið. Í verkum eins og Gaukar er það oftar en ekki þögnin sem er áhrifamest. Gaukar er meinlaust en mannlegt verk sem kemur ekki mikið á óvart en hægt að mæla með þrátt fyrir hnökra í handritinu. Niðurstaða: Hugljúft leikrit með sárum undirtón. Jóhann Sigurðarson er frábær í tiltölulega flötu verki.
Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira