Demetrious Johnson (19-2-1) gegn Ali Bagautinov (13-2-0) - titilbardagi í fluguvigt (57 kg)
Meistarinn Demetrious Johnson hefur stimplað sig inn sem einn sá allra besti í heiminum, pund fyrir pund, og virðist stöðugt vera að bæta sig. Margir meistarar staðna og verða varkárari þegar á toppinn er komið en Johnson er búinn að klára síðustu tvo bardaga sína og sýnt miklar framfarir. Það gerir hann að einum allra besta bardagamanni heims og er hreint út sagt frábær á öllum vígstöðum bardagans.
3 atriði til að hafa í huga
- Einn sá besti í að flétta högg og fellur saman
- Er með ótrúlega góða fótavinnu
- Er sennilega hraðasti bardagamaðurinn í UFC
3 atriði til að hafa í huga
- Ætti að nota lágspörk til að reyna að hægja á meistaranum hraða
- Er með hættulega beina hægri og upphögg
- Hefur sýnt þreytumerki þegar líður á bardagann á meðan Johnson gefur í þegar líða tekur á bardagann
Þessi bardagi er gríðarlega mikilvægur í veltivigtinni þar sem hér mætast tveir bardagamenn sem eru nr. 2 og 3 á styrkleikalista UFC í þyngdarflokkinum. Tyron Woodley er frábær glímumaður en hefur einnig sýnt gríðarlegan höggþunga. Hann er fyrrum Strikeforce meistarinn og virðist vera að toppa núna. Eftir sannfærandi sigra á Jay Hieron (rothögg), Josh Koscheck (rothögg) og Carlos Condit (tæknilegt rothögg) er hann sennilega einum sigri frá titilbardaga.
3 atriði til að hafa í huga
- Hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina (á topp 8 á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunni
- Þarf að flétta högg og fellur vel saman gegn MacDonald
- Með mjög þunga beina hægri
3 atriði til að hafa í huga
- Er með mjög góða stungu
- Á það til að dala mikið í 3. lotu
- Á erfiðleikum með andstæðinga sem pressa hann stíft