Dagur B. deilir leyniuppskriftinni 13. júní 2014 20:43 Eva Laufey sótti Dag B. Eggertsson heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. „Dagur B. Eggertsson er mikill sælkeri og honum líður mjög vel í eldhúsinu. Dagur bauð upp á þrjá einfalda, fljótlega og gómsæta rétti. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda þessa rétti aftur og aftur,“ segir Eva Laufey.Heimsmeistara kjúklingavængirStökkir og gómsætir kjúklingavængir.1 pakki kjúklingavængir (10 -12 stk)1,5 msk. HveitiSalt og pipar, eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skolið og þerrið kjúklingavængina. Setjið hveiti, salt, pipar og kjúklingavængi í plastpoka. Lokið pokanum og hrisstið. Raðið vængjunum á ofnplötu og bakið í 45 – 50 mínútur. Snúið þeim við einu sinni. Kjúklingavængirnir eru mjög góðir einir og sér, en einnig er gott að bera þá fram með góðri sósu og hér er hugmynd að sósu sem passar sérstaklega vel með þessum kjúklingavængjum. Gráðostasósa2 ½ - 3 dl rifinn gráðaostur4 – 5 msk. Sýrður rjómi Blandið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Ef þið viljið þynna sósuna þá bætið þið meiri sýrðum rjóma saman við.Ofnbakaður Halloumi ostur með eggaldin og tómötum Halloumi ostur er hefðbundinn ostur frá Kýpur. Kosturinn við Halloumi og það sem gerir hann frábrugðinn öðrum ostum er að hann hefur töluvert hærra bræðslumark og því er hægt að steikja hann og grilla. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarella. Dagur bauð upp á Halloumi ost á tvo vegu. Fljótlegir, einfaldir og stórgóðir réttir sem ég mæli með að allir prófi.Góð ólífuolía1 pakki Halloumi ostur1 eggaldin3 – 4 tómatarSalt og nýmalaður pipar, magn eftir smekkRistaðar furuhneturKlettasalat Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið eggaldinið í þunnar sneiðar og steikið vel á hvorri hlið. Skerið ostinn og tómatana í lengjur. Vefjið einni sneið af eggaldini utan um eina ostasneið og tómatbita.Raðið vefjunum í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur. Ristið furuhnetur á pönnu og berið fram með vefjunum ásamt klettasalati. Gott er að dreifa smá olíu yfir réttinn áður en þið berið hann fram.Steiktur Halloumi ostur með sítrónusafa1 pakki Halloumi osturPiparSítrónusafi Aðferð: Hitið pönnu, helst grillpönnu. Skerið ostinn í þunnar sneiðar og steikið í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Kreistið sítrónusafa yfir ostinn og kryddið með pipar. Þá er þessi fljótlegi og bragðgóði forréttur klár. Gott er að bera ostinn fram með fersku salati. Eva Laufey Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
Eva Laufey sótti Dag B. Eggertsson heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. „Dagur B. Eggertsson er mikill sælkeri og honum líður mjög vel í eldhúsinu. Dagur bauð upp á þrjá einfalda, fljótlega og gómsæta rétti. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda þessa rétti aftur og aftur,“ segir Eva Laufey.Heimsmeistara kjúklingavængirStökkir og gómsætir kjúklingavængir.1 pakki kjúklingavængir (10 -12 stk)1,5 msk. HveitiSalt og pipar, eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skolið og þerrið kjúklingavængina. Setjið hveiti, salt, pipar og kjúklingavængi í plastpoka. Lokið pokanum og hrisstið. Raðið vængjunum á ofnplötu og bakið í 45 – 50 mínútur. Snúið þeim við einu sinni. Kjúklingavængirnir eru mjög góðir einir og sér, en einnig er gott að bera þá fram með góðri sósu og hér er hugmynd að sósu sem passar sérstaklega vel með þessum kjúklingavængjum. Gráðostasósa2 ½ - 3 dl rifinn gráðaostur4 – 5 msk. Sýrður rjómi Blandið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Ef þið viljið þynna sósuna þá bætið þið meiri sýrðum rjóma saman við.Ofnbakaður Halloumi ostur með eggaldin og tómötum Halloumi ostur er hefðbundinn ostur frá Kýpur. Kosturinn við Halloumi og það sem gerir hann frábrugðinn öðrum ostum er að hann hefur töluvert hærra bræðslumark og því er hægt að steikja hann og grilla. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarella. Dagur bauð upp á Halloumi ost á tvo vegu. Fljótlegir, einfaldir og stórgóðir réttir sem ég mæli með að allir prófi.Góð ólífuolía1 pakki Halloumi ostur1 eggaldin3 – 4 tómatarSalt og nýmalaður pipar, magn eftir smekkRistaðar furuhneturKlettasalat Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið eggaldinið í þunnar sneiðar og steikið vel á hvorri hlið. Skerið ostinn og tómatana í lengjur. Vefjið einni sneið af eggaldini utan um eina ostasneið og tómatbita.Raðið vefjunum í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur. Ristið furuhnetur á pönnu og berið fram með vefjunum ásamt klettasalati. Gott er að dreifa smá olíu yfir réttinn áður en þið berið hann fram.Steiktur Halloumi ostur með sítrónusafa1 pakki Halloumi osturPiparSítrónusafi Aðferð: Hitið pönnu, helst grillpönnu. Skerið ostinn í þunnar sneiðar og steikið í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Kreistið sítrónusafa yfir ostinn og kryddið með pipar. Þá er þessi fljótlegi og bragðgóði forréttur klár. Gott er að bera ostinn fram með fersku salati.
Eva Laufey Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira