Lífið

Fagna 25 ára afmæli

Þeir Egill, Auðunn Blöndal, Steindi Jr, Heiðar Austmann og Jóhann gæddu sér á  köku í tilefni dagsins.
Þeir Egill, Auðunn Blöndal, Steindi Jr, Heiðar Austmann og Jóhann gæddu sér á köku í tilefni dagsins.
Í dag fagnar útvarpsstöðin FM 957 25 ára afmæli sínu, en það var á þessum degi sem stöðin hóf starfsemi í kjallara í húsnæði Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og um árabil hefur stöðin verið ein vinsælasta útvarpstöð landsins fyrir fólk á aldrinum 16-34 ára.

Margir þekktir einstaklingar hafa unnið á stöðinni í gegnum tíðina og má þar nefna Tvo með öllu, Jón Axel og Gulla,  Ívar Guðmundsson, Rúnar Róbertsson, Gassi, Sigga Lund, Anna Björk Birgisdóttir, Valdís Gunnarsdóttir, Kiddi Bigfoot og margir fleiri.

Þá hafa margar af vinsælustu hljómveitum Íslands einnig stigið sín fyrstu skref á FM957 en þeirra á meðal eru Skítamórall, Í svörtum fötum, Sóldögg og Á móti sól.

Á þessum tímamótum hefur útvarpsstöðin náð öðrum áfanga en stöðin rekur eina stærstu samfélagsmiðlasíðu landsins en á dögunum náði FM957 því takmarki að 50.000 einstaklingar fylgja stöðinni á Facebook.

Á mánudaginn mun FM957 standa svo fyrir stórtónleikum í Laugardalshöllinni þar sem David Guetta, einn vinsælasti tónlistamaður heims stígur á svið. Ásamt honum munu Muscleboy, Úlfur Úlfur, Friðrik Dór, Steindi jr. og Bent koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.