Kvikmyndin Falskur fugl var frumsýnd hér á landi fyrir rúmu ári og hlaut góðar viðtökur. Handritið er byggt á samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar. Það voru þýskir samstarfsaðilar Þórs Ómars sem bentu honum á að sækja um fyrir myndina á nokkrum hátíðum í Bandaríkjunum.

Þór nýtur þessa dagana veðursældarinnar í Los Angeles þar sem hann bjó í mörg ár og á marga vini. „Ég er nýbúinn að klára heimildarmynd sem heitir Biðin og var frumsýnd á Listahátíð í síðustu viku.“